Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Steingrímur: VG gerði rétt að mynda stjórnina 2017

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fyrr­ver­andi formað­ur VG, seg­ir að flokk­ur­inn hafi tek­ið rétta ákvörð­un þeg­ar hann mynd­aði rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokkn­um ár­ið 2017. Hann hef­ur áhyggj­ur af því að stjórn­mála­flokk­um sé hegnt fyr­ir að axla ábyrgð og vilja sitja í rík­is­stjórn.

Steingrímur: VG gerði rétt að mynda stjórnina 2017
Spyr stórra spurninga út af VG Steingrímur J. Sigfússon segir að það sé áhyggjuefni ef flokkum er hegnt fyrir að mynda ríkisstjórn, líkt og í tilfelli VG eftir að flokkurinn hóf samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn árið 2017. Mynd: Bára Huld Beck

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður og ráðherra VG, segir í samtali við Heimildina aðspurður um hvernig hann skýri fylgistap flokksins að það geti reynst erfitt að vera í ríkisstjórn.  Hann telur að staðan sem komin er upp núna í tilfelli VG sé að flokknum sé hegnt fyrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur spyr almennra spurninga um það hvort það sé eðlilegt að stjórnmálaflokkum sé hegnt fyrir að axla ábyrgð. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af og er umhugsunarefni fyrir lýðræðið er að ef þetta er að verða reglan: Að mönnum sé hegnt fyrir það að axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum eftir að hafa verið kosnir til að stjórna. 

Hann segir aftur á móti aðra hlið á peningnum sem sjaldnar er rædd. Á maður þá bara að sleppa því? Er þá aðferðin sú að axla aldrei ábyrgð, fara aldrei í  ríkisstjórn, taka aldrei að sér nein erfið …

Kjósa
-8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þóra Gunnarsdóttir skrifaði
    Steingrímur J. Sigfússon sat heil 38 ár á Alþingi. Er það í lagi?
    0
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Nauðsynlegar breytingar á Stjórnarskrá í salt. Áframhaldandi veisla stórútgerðar með niðurgreiddan fisk. Húsnæðismál brask en ekki mannréttindi. Heilsugæsla, uppeldismál og menntakerfi í svelti. Bil milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki, eykst enn. Þetta er árangur samstarfs VG , Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
    1
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Steingrímur hefur frá upphafi verið landinu til tjóns. Hann kallar það að “axla ábyrgð”. Ábyrgð er einmitt það að gera ekki það þægilegasta í stöðunni og yfirgefa heldur hjálpa til að ganga frá og vaska líka svo upp. Þessi kall var og er lítill ofdekraður dekurhundur yfirvaldsins. Feitur þjónn yfirvalda hverju sinni.
    6
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Að mönnum sé hegnt fyrir það að axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum eftir að hafa verið kosnir til að stjórna.“
    Því miður geta kjósendur ekki kosið ríkisstjórn. En ef svo væri þá mundu fáir kjósa samankrull Sjálfstæðisflokks og VG auk framsóknar.
    Helsta afrek Steingríms á þingi var að koma Vaðlaheiðargöngum fremst í röðina. Göngin áttu að vera einkaframkvæmd að hálfu á móti ríkinu en einkaaðilarnir hlupust undan merkjum og hafa lítið sem ekkert greitt. Svo aftur sé minnst á ábyrgð; hvaða ábyrgð hefur Steingrímur axlað af þessum gerningi? Það er ekki nóg að taka að sér að axla ábyrgð fyrir ofurlaun.
    10
    • GK
      Gísli Kristjánsson skrifaði
      Ofvaxið EGÓ og viðvarandi hroki koma oft á tíðum í veg fyrir að fólk vilji viðurkenna mistök og/eða axla ábyrgð. Mér segir svo hugur að slíkt gæti átt við um Steingrím.
      8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár