Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Steingrímur: VG gerði rétt að mynda stjórnina 2017

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fyrr­ver­andi formað­ur VG, seg­ir að flokk­ur­inn hafi tek­ið rétta ákvörð­un þeg­ar hann mynd­aði rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokkn­um ár­ið 2017. Hann hef­ur áhyggj­ur af því að stjórn­mála­flokk­um sé hegnt fyr­ir að axla ábyrgð og vilja sitja í rík­is­stjórn.

Steingrímur: VG gerði rétt að mynda stjórnina 2017
Spyr stórra spurninga út af VG Steingrímur J. Sigfússon segir að það sé áhyggjuefni ef flokkum er hegnt fyrir að mynda ríkisstjórn, líkt og í tilfelli VG eftir að flokkurinn hóf samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn árið 2017. Mynd: Bára Huld Beck

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður og ráðherra VG, segir í samtali við Heimildina aðspurður um hvernig hann skýri fylgistap flokksins að það geti reynst erfitt að vera í ríkisstjórn.  Hann telur að staðan sem komin er upp núna í tilfelli VG sé að flokknum sé hegnt fyrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur spyr almennra spurninga um það hvort það sé eðlilegt að stjórnmálaflokkum sé hegnt fyrir að axla ábyrgð. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af og er umhugsunarefni fyrir lýðræðið er að ef þetta er að verða reglan: Að mönnum sé hegnt fyrir það að axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum eftir að hafa verið kosnir til að stjórna. 

Hann segir aftur á móti aðra hlið á peningnum sem sjaldnar er rædd. Á maður þá bara að sleppa því? Er þá aðferðin sú að axla aldrei ábyrgð, fara aldrei í  ríkisstjórn, taka aldrei að sér nein erfið …

Kjósa
-8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þóra Gunnarsdóttir skrifaði
    Steingrímur J. Sigfússon sat heil 38 ár á Alþingi. Er það í lagi?
    0
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Nauðsynlegar breytingar á Stjórnarskrá í salt. Áframhaldandi veisla stórútgerðar með niðurgreiddan fisk. Húsnæðismál brask en ekki mannréttindi. Heilsugæsla, uppeldismál og menntakerfi í svelti. Bil milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki, eykst enn. Þetta er árangur samstarfs VG , Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
    1
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Steingrímur hefur frá upphafi verið landinu til tjóns. Hann kallar það að “axla ábyrgð”. Ábyrgð er einmitt það að gera ekki það þægilegasta í stöðunni og yfirgefa heldur hjálpa til að ganga frá og vaska líka svo upp. Þessi kall var og er lítill ofdekraður dekurhundur yfirvaldsins. Feitur þjónn yfirvalda hverju sinni.
    6
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Að mönnum sé hegnt fyrir það að axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum eftir að hafa verið kosnir til að stjórna.“
    Því miður geta kjósendur ekki kosið ríkisstjórn. En ef svo væri þá mundu fáir kjósa samankrull Sjálfstæðisflokks og VG auk framsóknar.
    Helsta afrek Steingríms á þingi var að koma Vaðlaheiðargöngum fremst í röðina. Göngin áttu að vera einkaframkvæmd að hálfu á móti ríkinu en einkaaðilarnir hlupust undan merkjum og hafa lítið sem ekkert greitt. Svo aftur sé minnst á ábyrgð; hvaða ábyrgð hefur Steingrímur axlað af þessum gerningi? Það er ekki nóg að taka að sér að axla ábyrgð fyrir ofurlaun.
    10
    • GK
      Gísli Kristjánsson skrifaði
      Ofvaxið EGÓ og viðvarandi hroki koma oft á tíðum í veg fyrir að fólk vilji viðurkenna mistök og/eða axla ábyrgð. Mér segir svo hugur að slíkt gæti átt við um Steingrím.
      8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Foreldri oftast gerandinn þegar barn er myrt
4
Fréttir

For­eldri oft­ast ger­and­inn þeg­ar barn er myrt

Sex mál, þar sem for­eldri hef­ur ráð­ið barni sínu bana, hafa kom­ið upp frá ár­inu 1970 – tvö þeirra á þessu ári. En hvers vegna á slík­ur harm­leik­ur sér stað? Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir af­brota­fræð­ing­ur seg­ir ójöfn­uð í sam­fé­lag­inu auka lík­urn­ar á of­beldi gegn börn­um. Sál­fræð­ing­ar hafa kom­ið auga á fimm megin­á­stæð­ur þess að for­eldr­ar ráði börn­um sín­um bana.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
3
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
6
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
„Ímyndaðu þér hvað Skagfirðingar yrðu hamingjusamir“
7
Fréttir

„Ímynd­aðu þér hvað Skag­firð­ing­ar yrðu ham­ingju­sam­ir“

Meiri­hlut­inn í skipu­lags­nefnd Skaga­fjarð­ar klofn­aði í af­stöðu sinni til til­lögu VG og óháðra um að lokka lág­vöru­verð­sversl­un inn á nýtt at­vinnu- og þjón­ustu­svæði á Sauð­ár­króki. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á fundi sveit­ar­stjórn­ar um miðj­an októ­ber. Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir full­trúi VG og óháðra kveðst spennt að sjá hver nið­ur­stað­an verði þar.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár