Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Steingrímur: VG gerði rétt að mynda stjórnina 2017

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fyrr­ver­andi formað­ur VG, seg­ir að flokk­ur­inn hafi tek­ið rétta ákvörð­un þeg­ar hann mynd­aði rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokkn­um ár­ið 2017. Hann hef­ur áhyggj­ur af því að stjórn­mála­flokk­um sé hegnt fyr­ir að axla ábyrgð og vilja sitja í rík­is­stjórn.

Steingrímur: VG gerði rétt að mynda stjórnina 2017
Spyr stórra spurninga út af VG Steingrímur J. Sigfússon segir að það sé áhyggjuefni ef flokkum er hegnt fyrir að mynda ríkisstjórn, líkt og í tilfelli VG eftir að flokkurinn hóf samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn árið 2017. Mynd: Bára Huld Beck

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður og ráðherra VG, segir í samtali við Heimildina aðspurður um hvernig hann skýri fylgistap flokksins að það geti reynst erfitt að vera í ríkisstjórn.  Hann telur að staðan sem komin er upp núna í tilfelli VG sé að flokknum sé hegnt fyrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur spyr almennra spurninga um það hvort það sé eðlilegt að stjórnmálaflokkum sé hegnt fyrir að axla ábyrgð. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af og er umhugsunarefni fyrir lýðræðið er að ef þetta er að verða reglan: Að mönnum sé hegnt fyrir það að axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum eftir að hafa verið kosnir til að stjórna. 

Hann segir aftur á móti aðra hlið á peningnum sem sjaldnar er rædd. Á maður þá bara að sleppa því? Er þá aðferðin sú að axla aldrei ábyrgð, fara aldrei í  ríkisstjórn, taka aldrei að sér nein erfið …

Kjósa
-8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þóra Gunnarsdóttir skrifaði
    Steingrímur J. Sigfússon sat heil 38 ár á Alþingi. Er það í lagi?
    0
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Nauðsynlegar breytingar á Stjórnarskrá í salt. Áframhaldandi veisla stórútgerðar með niðurgreiddan fisk. Húsnæðismál brask en ekki mannréttindi. Heilsugæsla, uppeldismál og menntakerfi í svelti. Bil milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki, eykst enn. Þetta er árangur samstarfs VG , Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
    1
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Steingrímur hefur frá upphafi verið landinu til tjóns. Hann kallar það að “axla ábyrgð”. Ábyrgð er einmitt það að gera ekki það þægilegasta í stöðunni og yfirgefa heldur hjálpa til að ganga frá og vaska líka svo upp. Þessi kall var og er lítill ofdekraður dekurhundur yfirvaldsins. Feitur þjónn yfirvalda hverju sinni.
    6
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Að mönnum sé hegnt fyrir það að axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum eftir að hafa verið kosnir til að stjórna.“
    Því miður geta kjósendur ekki kosið ríkisstjórn. En ef svo væri þá mundu fáir kjósa samankrull Sjálfstæðisflokks og VG auk framsóknar.
    Helsta afrek Steingríms á þingi var að koma Vaðlaheiðargöngum fremst í röðina. Göngin áttu að vera einkaframkvæmd að hálfu á móti ríkinu en einkaaðilarnir hlupust undan merkjum og hafa lítið sem ekkert greitt. Svo aftur sé minnst á ábyrgð; hvaða ábyrgð hefur Steingrímur axlað af þessum gerningi? Það er ekki nóg að taka að sér að axla ábyrgð fyrir ofurlaun.
    10
    • GK
      Gísli Kristjánsson skrifaði
      Ofvaxið EGÓ og viðvarandi hroki koma oft á tíðum í veg fyrir að fólk vilji viðurkenna mistök og/eða axla ábyrgð. Mér segir svo hugur að slíkt gæti átt við um Steingrím.
      8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár