Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Fagráð MAST spyr hvort laxeldi „eigi sér raunverulega framtíð“ á Íslandi

Fagráð Mat­væla­stofn­un­ar spyr gagn­rýnna spurn­inga um dýra­vel­ferð­ina í lax­eld­inu. Af­föll­in í lax­eld­inu eru tal­in það mik­il að slíkt sé ekki rétt­an­legt út frá dýra­ver­d­un­ar­sjón­ar­mið­um og að þetta þarfn­ist skoð­un­ar.

Fagráð MAST spyr hvort  laxeldi „eigi sér raunverulega framtíð“ á Íslandi
Myndir Veigu sem vöktu alþjóðlega athygli Myndi Veigu Grétarsdóttur af lúsétnum og dauðum eldislöxum í eldiskvíum Arctic Fish vöktu alþjóðlega athygli fyrra. Fagráð dýravelferðar hjá Matvælastofnun spyr nú að því í fundargerð hvort sjókvíaeldi eigi sér framtíð á Íslandi. Mynd: Veiga Grétarsdóttir

Fagráð um velferð dýra, sem starfar á vegum Matvælastofnunar (MAST) spyr að því hvort laxeldi geti átt sér framtíð hér á landi vegna þeirra affalla sem eru í greininni. Þetta kemur fram í nýbirtri fundargerð fagráðsins frá fundi sem haldinn var 15. maí síðastliðinn.

Þar segir orðrétt: „Fagráð um velferð dýra óskar eftir því að fram fari á vegum MAST og Matvælaráðuneytisins mun ítarlegri umræða þegar í stað um hvers konar afföll séu í raun ásættanleg í sjókvíaeldi. Þá verði að fara fram greining á vísindalegum gögnum um hvort slík ásættanleg afföll séu raunhæf við íslenskar aðstæður og hvort greinin eigi sér þá raunverulega framtíð.

Afföll í laxeldi eru mikil hér á landi og eru reglulega sagðar fréttir um mikinn dauða fiska í greininni, meðal annars vegna sjúkdóma. 

Fundagerðin barst seint á heimasíðu MAST og birtist fyrst í dag tæpum mánuði eftir umræddan fund. 

„Í umræðunum á fundinum kom í ljós mikill vilji fundargesta til þess finna lausnir á miklum afföllum laxfiska í eldinu sem allir voru sammála um að væri stærsta dýravelferðarmál greinarinnar.“
Úr fundargerð fagráðsins

Eitt af því sem fagráðið vísar til óbeint eru fréttir af lúsafaraldri hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum Arctic Fish og Arnarlaxi síðla árs í fyrra. Myndir af lúsétnum og dauðum eldislöxum sem Veiga Grétarsdóttir tók í Tálknafirði vöktu alþjóðlega athygli og leiddu til mikillar umræðu hér á landi um meðal annars velferð eldislaxanna í kvíunum. 

Tekið skal fram að einn nefndarmaður í fagráðinu, Hilmar Gylfason, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, lýsti því yfir á fundinum að hann væri ósammála efasemdum um hvort laxeldi ætti sér framtíð sem atvinnugrein hér á landi. 

Situr í fagráðinuEinn af þeim sem situr í fagráðinu er Henry Alexander Henryson.

Hlutverk fagráðsins er meðal annars eftirfarandi, samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar: „Að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra.“ Fagráðið getur því haft áhrif á stefnumörkun hins opinbera í málum sem snerta dýravelferð hér á landi. 

Störf fagráðsins eru líklega þekktust í umræðunni um hvalveiðar Hvals hf. Í fyrra komst fagráðið að þeirri niðurstöðu til dæmis að ekki væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun langreyða hér við land. Sú niðurstaða hafði mikil áhrif á þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að banna Hval hf. að veiða langreyðar í fyrrasumar. 

Allur textinn um laxeldið úr fundargerð fagráðsins fylgir hér að neðan: 

„Á undanförnum árum hefur orðið stórkostleg aukning á framleiðslu laxa í sjókvíum við strendur Íslands. Á aprílfundi sínum á síðasta ári hóf fagráð um velferð dýra umræðu um dýravelferðarmál í ljósi þessarar auknu framleiðslu þar sem meðal annars sérfræðingar MAST í lagareldi komu fyrir ráðið. Í umræðunum á fundinum kom í ljós mikill vilji fundargesta til þess finna lausnir á miklum afföllum laxfiska í eldinu sem allir voru sammála um að væri stærsta dýravelferðarmál greinarinnar. Um leið var því fagnað að gagnsæi hefur aukist umtalsvert og framleiðslugreinin gengist undir ítarlegar kröfur um upplýsingagjöf. Ljóst er að árið 2023 endaði ekki mikið betur hvað afföll varðar heldur en árið 2022. Mikil umræða um lagareldi hefur verið í samfélaginu undanfarnar vikur eftir að drög voru lögð fram um breytt lagaumhverfi. Varla hefur þó verið minnst á velferð fiskanna og hvernig drögin taka á dýravelferðarsjónarmiðum. Fagráðið varar við að sá hugsunarháttur nái að skjóta rótum á Íslandi að velferð fiska skipti takmörkuðu máli þegar kemur að lagareldi. Fagráð um velferð dýra óskar eftir því að fram fari á vegum MAST og Matvælaráðuneytisins mun ítarlegri umræða þegar í stað um hvers konar afföll séu í raun ásættanleg í sjókvíaeldi. Þá verði að fara fram greining á vísindalegum gögnum um hvort slík ásættanleg afföll séu raunhæf við íslenskar aðstæður og hvort greinin eigi sér þá raunverulega framtíð.

Þorvaldur Þórðarson vék af fundi að lokinni afgreiðslu þessa fundarliðar.

Hilmar Vilberg Gylfason óskaði að bókað yrði að hann ggæti ekki tekið undir eftirfarandi setningu í ályktuninni „,...og hvort greinin eigi sér þá raunverulega framtíð.“

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kjartan Eggertsson skrifaði
    Það fólk sem hefur áhyggjur af laxeldi í sjó ætti að bytja á því að reyna að réttlæta alifuglarækt og svínarækt dýra sem aldrei komast undir bert loft og aldrei sjá sólarljósið.
    0
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Vantar ekki niðurlag á þessa grein?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
5
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár