Þegar Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, var unglingur hélt hún til Bandaríkjanna í skiptinám. Hún hafði gengið í Verzlunarskóla Íslands en hélt þá til Indiana-fylkis og gekk í Evansville Central High School í samnefndri borg.
Í dagblaðinu Evansville Courier & Press er fjallað um þessa dvöl Höllu í Bandaríkjunum og er greinilegt að borgin er stolt að hafa alið af sér sinn fyrsta forseta.
Í greininni er farið gríðarlega fögrum orðum um verðandi forseta Íslands. Henni er lýst sem fjárfesti, viðskiptakonu og loftslagsaktívista. Enn fremur hafi hún verið lykilpersóna í að hjálpa Íslandi að rata úr ógöngum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. „Hún náði ekki kjöri í fyrstu tilraun 2016 en nú, jafnvel þó það sé neðar á listanum yfir hennar sögufrægu afrek, getur hún talist vera fyrsti forseti nokkurs ríkis sem hefur útskrifast úr menntaskóla í Evansville,“ er skrifað.
Tapaði naumlega
Að því er kemur fram í greininni mun Halla …
Athugasemdir