Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Hluthafar Moggans lánuðu 150 milljónir inn í reksturinn

Eig­end­ur Ár­vak­urs, út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, lán­uðu rúm­lega 150 millj­ón­ir króna til fé­lags­ins sem held­ur ut­an um eign­ar­hald­ið á rekstr­in­um. Tap fé­lags­ins var 209 millj­ón­ir og skuld­irn­ir eru komn­ar yf­ir þrjá millj­arða.

Hluthafar Moggans lánuðu 150 milljónir inn í reksturinn
Stærsti einstaki hluthafinn Félag í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, sem Þórólfur Gíslason stýrir sem forstjóri, er stærsti hluthafi Þórsmerkur sem á útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur. Mynd: b'Rax / Ragnar Axelsson'

Eigendur útgáfufélags Morgunblaðsins lánuðu rúmlega 150 milljónir króna inn í rekstur fjölmiðlasamsteypunnar í fyrra. Tap var á rekstrinum upp á 209 milljónir króna og eru skuldirnar nú komnar upp í tæplega 3.150 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélags Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins og fleiri miðla, en það heitir Þórsmörk ehf.  

Forsvarsmenn Morgunblaðsins greindu frá tapi fyrirtækisins í byrjun mánaðarins en sögðu þá ekki frá umræddri lánveitingu. Þrátt fyrir tapreksturinn og áframhaldandi innspýtingu hluthafa á fjármunum inn í reksturinn eru forsvarsmenn Morgunblaðsins jákvæðir og sögðu meðal annars í tilkynningu: „Fjölmiðlar Árvakurs hafa verið leiðandi í 110 ár og verða það áfram til langrar framtíðar.“

Ekki er tilgreint í ársreikningnum hvaða hluthafi eða hluthafar það voru sem lánuðu fé í inn í reksturinn. Lánveitingin er skilgreind sem frá „hluthöfum og aðilum tengdum þeim“. Stærstu hluthafar Morgunblaðsins er eignarhaldsfélag Kaupfélags Skagfirðinga, …

Kjósa
50
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helgi Þór Emilsson skrifaði
    Þetta er bara nákvæmlega eins og í þáttaröðinni
    Sannsögulegu "Svartur svanur" sem er verið að sýna á Rúv akkúrat núna. Ógeðslegt spilling og viðbjóður !!
    3
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    ☻g lánadrottnar sjá alls enga ástæðu til að innkalla þessar skuldir uppá 3.150 milljónir króna.
    Hví skildi það nú vera ?
    5
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er áróðursrit ræningjanna og þeir munu halda Mogganum á floti meðan þeir hafi efni á.
    9
  • Kári Jónsson skrifaði
    Það skiptir ekki máli hverju Davíð Oddsson kemur nálægt, hvort það er ríkisjóður eða blaðsnepill það er allt keyrt í þrot.
    11
    • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
      Ekki gleyma Seðlabankanum sem Davíð stýrði í hundruð milljarða tap.
      5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár