Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Bjarkeyju Gunnarsdóttir um lögbrot með þeirri ákvörðun að heimila hvalveiðar í einungis í eitt. Þetta sagði Jón í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Bjarkey tilkynnti ákvörðun sína um hvalveiðar fyrr í dag.
„Slík stjórnsýsla er ólíðandi; þetta er ólíðandi misbeiting á valdi sem ráðherra hefur.“
Orðrétt sagði „Þá er matvælaráðherra komin undan feldi. Búin að tilkynna ákvörðun sína um hvalveiðar fyrir 2024 auðvitað allt allt of seint. Verð að fara að lögum í landinu er haft eftir í henni í fjölmiðlum í dag. Hún hefði mátt gera sér grein fyrir því fyrr að það er nauðsynlegt. Það blasir við að framkvæmdin er engan veginn í samræmi við lög eða stjórnarskrá landsins.“
Jón segir að rökin sem Bjarkey hafi nefnt fyrir „langdreginni ákvörðun sinni standist enga skoðun“. Hann segir að Bjarkey hafi …
strendur Ísland er sú að Hvalur hf er einn helsti fjárhagslegi
stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins