Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.

Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
Aðstoðarmaður Andri Steinn Hilmarsson tekur leyfi frá öðrum störfum á meðan hann starfar fyrir ráðherrann.

Andri Steinn Hilmarsson var í mánuð bæði aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ. 

Hann hefur nú óskað eftir tímabundnu leyfi frá skyldum sínum sem kjörinn fulltrúi í Kópavogi. „Það tekur bæði til bæjarstjórnar og nefnda sem ég sit í á vegum bæjarins,“ segir Andri í tölvupósti til Heimildarinnar. 

Áður hafði verið óskað eftir áliti frá forsætisráðuneytinu vegna ráðningar hans.

Samkvæmt lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands kemur fram að störf aðstoðarmanna ráðherra teljist full störf og að þeim sé óheimilt að sinna aukastörfum samhliða, nema fyrir því fáist sérstök undanþága.

Andri Steinn hóf störf sem aðstoðarmaður 12. maí en það var tilkynnt 5. júní síðastliðinn, degi eftir að Heimildin sendi ráðuneytinu fyrirspurn um ráðninguna. Hún er tímabundin en Andri er að leysa Eydísi Örnu Líndal af á meðan hún er í barneignarleyfi. 

Andri Steinn fór í leyfi frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins sama dag og hann tók við starfi aðstoðarmanns Áslaugar Örnu. Hann hverfur aftur þangað þegar tímabundnu aðstoðarmannsstarfinu er lokið, samkvæmt skriflegu svari hans til Heimildarinnar. Aftur á móti var Andri Steinn enn bæjarfulltrúi og fulltrúi í bæjar- og skipulagsráði hjá Kópavogsbæ þegar Heimildin sendi honum fyrirspurn um það í lok síðustu viku. Í tölvupósti á miðvikudag sagðist hann svo hafa óskað eftir tímabundnu leyfi frá „skyldum mínum sem kjörinn fulltrúi í Kópavogi“.

Dómgæsla og stjórnarseta í stjórn UN Women leyfileg

Ráðherra getur veitt undanþágu frá lögum um að aðstoðarmönnum sé óheimilt að sinna aukastörfum samhliða „ef fyrirhugað aukastarf telst til mannúðarstarfa, kennslu- eða fræðistarfa, vísindarannsókna, listsköpunar eða annarra og tilfallandi starfa svo fremi að það hafi ekki áhrif á störf viðkomandi í Stjórnarráði Íslands og greiðslur fyrir aukastörfin teljast innan hóflegra marka“.

Fastar mánaðarlegar greiðslur til Andra vegna setu í bæjarstjórn voru 28 prósent af þingfararkaupi, eða um 410.000 krónur, og greiðslur fyrir setu í bæjarráði um 30 prósent af þingfararkaupi, eða um 440.000 krónur. Mánaðarlaun aðstoðarmanna ráðherra voru í fyrra yfir 1,5 milljónir.

Ekkert er kveðið á um það í lögunum hvað nákvæmlega telst til hóflegra greiðslna og þar er jafnframt ekki tekið fram hvort pólitísk störf geti fengið undanþágu. Fyrri aukastörf sem aðstoðarmenn hafa fengið undanþágu fyrir eru annars vegar stjórnarseta í stjórn landsnefndar UN Women á Íslandi, en það var ólaunað starf, og hins vegar dómgæsla á vegum Körfuknattsleikssambands Íslands.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár