Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.

Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
Aðstoðarmaður Andri Steinn Hilmarsson tekur leyfi frá öðrum störfum á meðan hann starfar fyrir ráðherrann.

Andri Steinn Hilmarsson var í mánuð bæði aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ. 

Hann hefur nú óskað eftir tímabundnu leyfi frá skyldum sínum sem kjörinn fulltrúi í Kópavogi. „Það tekur bæði til bæjarstjórnar og nefnda sem ég sit í á vegum bæjarins,“ segir Andri í tölvupósti til Heimildarinnar. 

Áður hafði verið óskað eftir áliti frá forsætisráðuneytinu vegna ráðningar hans.

Samkvæmt lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands kemur fram að störf aðstoðarmanna ráðherra teljist full störf og að þeim sé óheimilt að sinna aukastörfum samhliða, nema fyrir því fáist sérstök undanþága.

Andri Steinn hóf störf sem aðstoðarmaður 12. maí en það var tilkynnt 5. júní síðastliðinn, degi eftir að Heimildin sendi ráðuneytinu fyrirspurn um ráðninguna. Hún er tímabundin en Andri er að leysa Eydísi Örnu Líndal af á meðan hún er í barneignarleyfi. 

Andri Steinn fór í leyfi frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins sama dag og hann tók við starfi aðstoðarmanns Áslaugar Örnu. Hann hverfur aftur þangað þegar tímabundnu aðstoðarmannsstarfinu er lokið, samkvæmt skriflegu svari hans til Heimildarinnar. Aftur á móti var Andri Steinn enn bæjarfulltrúi og fulltrúi í bæjar- og skipulagsráði hjá Kópavogsbæ þegar Heimildin sendi honum fyrirspurn um það í lok síðustu viku. Í tölvupósti á miðvikudag sagðist hann svo hafa óskað eftir tímabundnu leyfi frá „skyldum mínum sem kjörinn fulltrúi í Kópavogi“.

Dómgæsla og stjórnarseta í stjórn UN Women leyfileg

Ráðherra getur veitt undanþágu frá lögum um að aðstoðarmönnum sé óheimilt að sinna aukastörfum samhliða „ef fyrirhugað aukastarf telst til mannúðarstarfa, kennslu- eða fræðistarfa, vísindarannsókna, listsköpunar eða annarra og tilfallandi starfa svo fremi að það hafi ekki áhrif á störf viðkomandi í Stjórnarráði Íslands og greiðslur fyrir aukastörfin teljast innan hóflegra marka“.

Fastar mánaðarlegar greiðslur til Andra vegna setu í bæjarstjórn voru 28 prósent af þingfararkaupi, eða um 410.000 krónur, og greiðslur fyrir setu í bæjarráði um 30 prósent af þingfararkaupi, eða um 440.000 krónur. Mánaðarlaun aðstoðarmanna ráðherra voru í fyrra yfir 1,5 milljónir.

Ekkert er kveðið á um það í lögunum hvað nákvæmlega telst til hóflegra greiðslna og þar er jafnframt ekki tekið fram hvort pólitísk störf geti fengið undanþágu. Fyrri aukastörf sem aðstoðarmenn hafa fengið undanþágu fyrir eru annars vegar stjórnarseta í stjórn landsnefndar UN Women á Íslandi, en það var ólaunað starf, og hins vegar dómgæsla á vegum Körfuknattsleikssambands Íslands.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár