Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.

Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
Aðstoðarmaður Andri Steinn Hilmarsson tekur leyfi frá öðrum störfum á meðan hann starfar fyrir ráðherrann.

Andri Steinn Hilmarsson var í mánuð bæði aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ. 

Hann hefur nú óskað eftir tímabundnu leyfi frá skyldum sínum sem kjörinn fulltrúi í Kópavogi. „Það tekur bæði til bæjarstjórnar og nefnda sem ég sit í á vegum bæjarins,“ segir Andri í tölvupósti til Heimildarinnar. 

Áður hafði verið óskað eftir áliti frá forsætisráðuneytinu vegna ráðningar hans.

Samkvæmt lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands kemur fram að störf aðstoðarmanna ráðherra teljist full störf og að þeim sé óheimilt að sinna aukastörfum samhliða, nema fyrir því fáist sérstök undanþága.

Andri Steinn hóf störf sem aðstoðarmaður 12. maí en það var tilkynnt 5. júní síðastliðinn, degi eftir að Heimildin sendi ráðuneytinu fyrirspurn um ráðninguna. Hún er tímabundin en Andri er að leysa Eydísi Örnu Líndal af á meðan hún er í barneignarleyfi. 

Andri Steinn fór í leyfi frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins sama dag og hann tók við starfi aðstoðarmanns Áslaugar Örnu. Hann hverfur aftur þangað þegar tímabundnu aðstoðarmannsstarfinu er lokið, samkvæmt skriflegu svari hans til Heimildarinnar. Aftur á móti var Andri Steinn enn bæjarfulltrúi og fulltrúi í bæjar- og skipulagsráði hjá Kópavogsbæ þegar Heimildin sendi honum fyrirspurn um það í lok síðustu viku. Í tölvupósti á miðvikudag sagðist hann svo hafa óskað eftir tímabundnu leyfi frá „skyldum mínum sem kjörinn fulltrúi í Kópavogi“.

Dómgæsla og stjórnarseta í stjórn UN Women leyfileg

Ráðherra getur veitt undanþágu frá lögum um að aðstoðarmönnum sé óheimilt að sinna aukastörfum samhliða „ef fyrirhugað aukastarf telst til mannúðarstarfa, kennslu- eða fræðistarfa, vísindarannsókna, listsköpunar eða annarra og tilfallandi starfa svo fremi að það hafi ekki áhrif á störf viðkomandi í Stjórnarráði Íslands og greiðslur fyrir aukastörfin teljast innan hóflegra marka“.

Fastar mánaðarlegar greiðslur til Andra vegna setu í bæjarstjórn voru 28 prósent af þingfararkaupi, eða um 410.000 krónur, og greiðslur fyrir setu í bæjarráði um 30 prósent af þingfararkaupi, eða um 440.000 krónur. Mánaðarlaun aðstoðarmanna ráðherra voru í fyrra yfir 1,5 milljónir.

Ekkert er kveðið á um það í lögunum hvað nákvæmlega telst til hóflegra greiðslna og þar er jafnframt ekki tekið fram hvort pólitísk störf geti fengið undanþágu. Fyrri aukastörf sem aðstoðarmenn hafa fengið undanþágu fyrir eru annars vegar stjórnarseta í stjórn landsnefndar UN Women á Íslandi, en það var ólaunað starf, og hins vegar dómgæsla á vegum Körfuknattsleikssambands Íslands.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár