Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Bæjarfulltrúi í Kópavogi telur áfangaheimili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“

Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir kall­ar eft­ir heild­stæðri stefnu­mót­un þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra í Kópa­vogi. Hún seg­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar hafa neit­að að fjár­magna mála­flokk­inn í fjár­hags­áætl­un. Ekk­ert eft­ir­lit er með rekstri svo­nefndra áfanga­heim­ilia og bend­ir Sig­ur­björg Erla á að þau falli á milli kerfa þar sem áfanga­heim­il­in teljst hvorki til heil­brigð­isúr­ræða né gisti­þjón­ustu, þrátt fyr­ir að eiga að vera ein­hvers­kon­ar blanda af hvoru tveggja.

Bæjarfulltrúi í Kópavogi telur áfangaheimili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“
„Heimilisleysi er bæði heilbrigðisvandi og félagslegur vandi sem nálgast þarf á heildstæðan hátt. Þetta er afar viðkvæmur hópur sem fær ekki fullnægjandi þjónustu við núverandi aðstæður og því miður fjölgar bara þeim sem láta lífið í úrræðaleysinu á meðan pólitíkin forgangsraðar fjármagni í flest annað,“ segir Sigurbjörg Erla. Mynd: Píratar

„Að mínu mati er augljóst að þessi svokölluðu heimili, sem hafa meðal annars sprottið upp í Kópavogi undir formerkjum Betra lífs, geri meira ógagn en gagn,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. 

„Það er ekkert eftirlit. Þarna er ekkert starfsfólk til staðar sem veitir skjólstæðingum stuðning og öryggi fólks er ekki tryggt í hrörlegum húsakynnum. Það þyrfti að vera forgangsatriði að skilgreina þessa starfsemi í lögum og reglugerðum því þangað til þar verður gert falla þau á milli kerfa enda teljast þau hvorki til heilbrigðisúrræði né gistiþjónustu, þrátt fyrir að eiga að vera einhverskonar blanda af hvoru tveggja. Heimilisleysi er bæði heilbrigðisvandi og félagslegur vandi sem nálgast þarf á heildstæðan hátt. Þetta er afar viðkvæmur hópur sem fær ekki fullnægjandi þjónustu við núverandi aðstæður og því miður fjölgar bara þeim sem láta lífið í úrræðaleysinu á meðan pólitíkin forgangsraðar fjármagni í flest annað,“ segir Sigurbjörg Erla. 

Borguðu leigu fyrir óíbúðarhæft hús

Eins og hefur komið fram í umfjöllun Heimildarinnar voru tvö af áfangaheimilum Betra lífs rekin í Kópavogi, bæði í Fannborg þar sem kviknaði í og síðar á Kópavogsbraut, húsnæði sem var í niðurníðslu en íbúar borguðu Arnari Gunnari Hjálmtýssyni, forstöðumanni Betra lífs, á bilinu 140 til 160 þúsund krónur í reiðufé fyrir herbergi þar. Íbúar voru með leigusamning sem enn var í gildi þegar húsið var rifið, þeim að óvörum. Heimildin greindi frá því að einn íbúinn hefðist við í tjaldi eftir að húsið var rifið en tveir þurftu að flytja í bíl.

Maður sem hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot bjó bæði á Kópavogsbraut og í Fannborg.  Í samtali við Heimildina sagðist hann vera að selja lyf en þegar kom að ásökunum fjölmargra kvenna sem eru heimilislausar og glíma við fíknisjúkdóminn sagði hann þær ljúga upp á hann kynferðisbrotum gagnvart þeim.

Heimildin óskaði eftir upplýsingum frá sameiginlegu Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness varðandi áfangaheimilið að Kópavogsbraut. Í málaskrá eftirlitsins segir að „faðir drengs“ sem leigði herbergi á Kópavogsbraut hefði „miklar áhyggjur af öryggi, brunavörnum og hollustuháttum í húsnæðinu“. Fulltrúi hjá eftirlitinu segir manninum að leigjendurnir sjálfir ættu að hafa samband og þá væri hægt að fara í skoðun á því en „margir eru tregir til þess vegna ótta við að missa herbergið og enda á götunni“, skrifaði fulltrúinn í málaskrána. 

Ekkert gerst á heilu ári

Enn er svo komið að Reykjavíkurborg hefur borið hitann og þungann í málefnum heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu og hafa fulltrúar borgarinnar ítrekað kallað eftir því að önnur sveitarfélög taki virkari þátt í að veita heimilislausu fólki þjónustu. 

Velferðarsvið Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness ákváðu á vormánuðum 2022 að fara af stað með samstarfsverkefni í málaflokki heimilislausra. Markmiðið með verkefninu var að greina hóp þeirra einstaklinga sem töldust heimilislausir með miklar og flóknar þjónustuþarfir og í brýnni húsnæðisþörf. Jafnframt var markmið verkefnisins að móta tillögur um það hvernig bæta mætti þjónustu við þennan hóp með sameiginlegu átaki aðildarsveitarfélaganna. Samstarfshópurinn skilaði af sér skýrslu í mars 2023. 

Sigurbjörg Erla segir vinnu hópsins hafa verið afar vandaða og hún unnin í miklu samráði og með aðkomu ólíkra sérfræðinga og hagaðila. „Í skýrslunni eru settar fram tillögur til úrbóta og þeim forgangsraðað. Lögð er áhersla á að tryggja framboð á húsnæði samkvæmt hugmyndafræði Housing first ásamt því að koma á fót VOR-teymi - vettvangs- og ráðgjafarteymi -  að fyrirmynd Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar. Auk þess er lagt til að stofnuð verði bæði dagsetur og neyslurými.“

Þegar ár var liðið frá útkomu skýrslunnar, í apríl á þessu ári, lagði Sigurbjörg Erla, sem situr í velferðarráði Kópavogsbæjar, fram beiðni í ráðinu „um minnisblað um samráðsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem Kópavogsbær tók þátt í, um málefni heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.“

„Hver er staða mála varðandi þetta verkefni í Kópavogi og hvað er áætlað að gera á þessu ári í þessum málaflokki?“
Úr fundargerð velferðarráðs Kópavogsbæjar

Þá spurði hún á fundinum: „Hver er staða mála varðandi þetta verkefni í Kópavogi og hvað er áætlað að gera á þessu ári í þessum málaflokki?“ Velferðarráð vísaði málinu til úrvinnslu hjá sviðsstjóra velferðarsviðs.

Óskar eftir endurskoðun hjá Kópavogsbæ

Í tillögum starfshópsins trónir efst að móta stefnu í málefnum heimilislausra og gera málaflokkinn sýnilegri í heildarstefnum og aðgerðaráætlunum. Velferðarráð ber ábyrgð á mótun stefnu í velferðarmálum í umboði bæjarstjórnar.

Á síðasta fundi velferðarráðs Kópavogsbæjar, sem haldinn var í maílok, lagði Sigurbjörg Erla fram eftirfarandi bókun

„Velferðarráð samþykkir að við endurskoðun velferðarstefnu Kópavogs haustið 2024 verði mótuð stefna Kópavogsbæjar í málefnum heimilislausra. Stefnan mæli fyrir um hvernig þjónustu við heimilislausa skuli háttað og taki mið af þörfum hópsins, byggi á skaðaminnkandi nálgun og miði að því að tryggja hópnum aðgengi að þjónustu og húsnæði án strangra skilyrða. Í samræmi við tillögur skýrslu verkefnastjóra samstarfsverkefnis í málefnum heimilislausra verði unnið út frá kjarna þeirrar hugmyndafræði að húsnæði sé grunnþörf sem þarf að mæta áður en tekist er á við annan vanda sem einstaklingur kann að kljást við, svo sem fíkni-og/eða geðvanda."

Formaður ráðsins, Björg Baldursdóttir bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði til að afgreiðslunni yrði frestað til næsta fundar ráðsins. Frestun var samþykkt með atkvæðum Bjargar, Matthíasar Björnssonar , Páls Marís Pálssonar og Sigrúnar Bjarnadóttur, en þau fjögur eru fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður Viðreisnar, Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður Vina Kópavogs og Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi Samfylkingar tóku undir tillögu Sigurbjargar að bókun velferðarráðs.

Meirihlutinn hafnaði fjármögnun

Sigurbjörg Erla segir miður að lítið hafi gerst í málaflokki heimilislausra í Kópavogsbæ. „Þrátt fyrir mikla vinnu og kostnað við greiningarvinnu hafnaði meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi því að fjármagna málaflokkinn í fjárhagsáætlun. Stjórnendur og starfsfólk velferðarsviðs Kópavogsbæjar hefur gert sitt besta með núverandi fjármagn og mannafla en það gefur augaleið að það er takmarkað hægt að bæta án viðbótarfjármagns þegar allir eru verkefnum hlaðnir fyrir. Í stað stofnunar dagseturs var því farin sú leið að nýta fyrirliggjandi styrkheimildir velferðarsviðs til frjálsra félagasamtaka til þess að styðja Samhjálp til þess að lengja opnunartíma kaffistofunnar yfir allra köldustu vetrarmánuðina, eða frá desember til mars. Vissulega betra en ekkert en það er ljóst að þessi mál eru í algjöru óefni og brýnt að gera mikið betur. Skjólstæðingum Kópavogsbæjar er í dag raunverulega vísað á neyðarskýlin sem Reykjavíkurborg rekur þar sem þau geta fengið inni á meðan húsrúm leyfir og greiðir Kópavogbær borginni þá fyrir gistiplássið."

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • David Olafson skrifaði
    Baldur Ovur baldur eins og hann vill kalla sig Er marg dæmdur kynferdis glæpa madur og dópdíler Med med allt dóp sem hann kemst yvir td ópíumóda pillur sem drepa Engin vill hava svona menn í nágrenni vid sig engin Módir hvar er barnid titt svona seint um nótt En húsnædis laust fólk og fátækt Verdur ad búa med svona krimmum vegna fátæktar Hvad er verid ad bjóda upp á Kínverskan kastala dópsala med gistihús í midbæ rvk fullt af rottum Margdæda barnanaudgara sem fólk verdur ad búa med vegna húsaskorts í fokheldu húsi sem heldur hvorki vatni ne vindum jafnvel gluggalaust Med ekkert tak og án hita og vass Hvernin ætli se sturtad nidur úr klósettinu Med søfnunregnsvatns í føtur Svona adbúnadur er ekki bodlegur verstu típum af rottum en má bjóda fólki af velferdar svidi reykjavíkur Rúmenskan sýgauna málandi klessuverk inn í húsnædinu útum dópud nánast med sprautuna í hendinni Tilbúin ad sprauta sig ópíum ódum En margir af tessum rúmenum eru komnir med húsnædi Vid vitum ekkert um tetta fólk nema ad tetta er glæpalid Tessi stelpa er med fanga tattú um allan líkaman og hlær Tegar fólk er dæmt í fangelsi í austur evrópu og kemur út ef tad flýr ekki ádur Tá kemur tad út í ekki neitt Engin fangi í austur evrópu er á launum í fangelsum og nánast allar íbúdir eru í leigukervi á vegum borgar og bæa Svo tad er bara gatan á engum launum tá koma glæpirnir í kjølfarid dóp innbrot vændi líkams árásir Svo kom tøfra lausnin Ísland frítt flug og uppihald á íslandi Kjør adstædur til ad halda áfram á sinni braut glæpa Hvenar ætla íslendingar ad vakna fyrir tessu bulli Tad turfti herin +i dannmørku til ad hreinsa upp dópgrenin sem voru komin vída um Dannmørku og grikkjum borgad fyrir ad taka vid glæpalídnum Øll fangelsi í dannmørku svítjód tyskalandi og vídar eru full af austur evrópu glæpalíd og íka á íslandi Sólaris tvílíkur brandari sem platar pening út úr íslenskum ellilíveyris tegum til ad flytja inn fjøldskyldur gøtufólk fólks Íslendingar verda ad vakna Í dag eru 90 túsund austur evrópu búar í landinu Eg hev sed tetta allt med eigin augum ástand sem búid er ad vera í austur evrópu til tugi ára Eg bjó í austur evrópu í 3 ár Mentaskóla tími Tetta hevur ekert breyst nema ad núna er ísland komid á kortid Stelpan er med fanga og sýgauna tattú um allan líkaman Kallast fingra far fanga og einhverstadar er hún med tattúad fanganúmer Kenni tølu fangelsa í austur evrópu sama og nasistar gerdu til ad merkja mikla afbrota fólk En tad er búid ad tattúa yvir tad tví tetta er kennitala fangelsis kerva Hvad gerdi tessi sylvía af ser til ad turva ad flýa í 8 ár Á milli austur evrópu og íslands eru engir samningar um brotafólk Sólaris veit ekkert um tad 8 ár á flótta tad er líklega stórt brot í austur evrópu Vakna nú Íslendingar
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    ?
    2022 vor - samstarfsverkefni um heimilislausa ýtt úr vör.
    2023 mars - vandaðri skýrslu skilað.
    2024 apr. maí - skorað á Velferðarráð Kóp. að móta stefnu. Meirihluti frestar málinu.
    2025 - ný verkefnastjórn skipuð. Nei, segi bara svona…
    2
    • David Olafson skrifaði
      flott tágetum vid tekid vid 80,000 í vidbót af gøtum austur evrópu Eina sem vantar erbara húsnædi en hvad er tad
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Brostnar vonir á Betra lífi

Lögfræðingar borgarinnar skoða styrki til Betra lífs
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Lög­fræð­ing­ar borg­ar­inn­ar skoða styrki til Betra lífs

Lög­fræð­ing­ar vel­ferð­ar­sviðs eru að skoða styrki sem Reykja­vík­ur­borg veitti áfanga­heim­il­inu Betra líf á ár­un­um 2020-2023. Þetta kem­ur til eft­ir að Heim­ild­in fjall­aði um að rang­ar upp­lýs­ing­ar hefðu ver­ið í styrk­umsókn­um. Í fyr­ir­spurn vegna máls­ins er með­al ann­ars spurt hvort lit­ið sé á þetta sem til­raun til fjár­svika en eng­in svör fást að svo stöddu.
„Auðvitað fullkomlega galið“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Auð­vit­að full­kom­lega gal­ið“

Þing­mað­ur Vinstri grænna gagn­rýn­ir að hægt sé að reka áfanga­heim­ili án þess að þurfa til þess leyfi og að ekk­ert eft­ir­lit sé með rekstr­in­um. Hún hef­ur tví­veg­is lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu sem mið­ar að því að lög um slíkt séu sett. „Það verð­ur auð­vit­að að vera ljóst að all­ir spili eft­ir sömu reglu og það sé hvergi rek­ið nokk­urt úr­ræði þar sem að lífi og heilsu fólks er ógn­að af bara van­rækslu og eft­ir­lits­leysi,“ seg­ir Jó­dís Skúla­dótt­ir.
Brugðust ekki við ábendingum um „ógeðslegar“ aðstæður
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Brugð­ust ekki við ábend­ing­um um „ógeðs­leg­ar“ að­stæð­ur

Árni Dav­íðs­son, deild­ar­stjóri holl­ustu­eft­ir­lits hjá sam­eig­in­legu Heil­brigðis­eft­ir­liti Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness, seg­ir kall­að verði eft­ir breyt­ingu á lög­um til að bæta áfanga­heim­il­um á lista yf­ir eft­ir­lits-og starfs­leyf­is­skylda starf­semi. Auk þess mun eft­ir­lit­ið kalla eft­ir skýr­ari leið­bein­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un er varð­ar að­komu eft­ir­lits­ins að íbúð­ar­hús­næði.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.
Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár