Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 3 árum.

„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum

Marg­ir ís­lensk­ir lán­tak­end­ur nýttu sér for­dæma­laus­ar vaxta­lækk­an­ir Seðla­bank­ans í far­aldr­in­um til að taka óverð­tryggð hús­næð­is­lán á föst­um vöxt­um. Stór­auk­in greiðslu­byrði bíð­ur þeirra, að öllu óbreyttu.

„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila. Mynd: Mynd: Pexels

Á árunum 2023 og 2024 munu alls 340 milljarðar í óverðtryggðum íbúðalánum, sem bera fasta vexti í dag, koma til vaxtaendurskoðunar. Þar eru um í 190 milljarðar króna á seinni hluta ársins 2024. Árið 2025 munu svo 250 milljarða króna lán til viðbótar koma til endurskoðunar.

Fjallað er um þetta í ritinu Fjármálastöðugleiki, sem Seðlabankinn gaf út í dag, en ljóst er að þau heimili sem tekið hafa óverðtryggð lán og fest vexti á árunum til ýmist þriggja eða fimm ára á 2020 og 2021 horfa fram á verulega hækkaða greiðslubyrði á allra næstu misserum, ef vaxtastig í landinu helst svipað og það er nú.

Eins og sjá má á skýringarmynd Seðlabankans hér á neðan bera þau óverðtryggðu lán sem koma til vaxtaendurskoðun á síðari hluta næsta árs 4,2 prósent vexti að meðaltali og þau sem koma til vaxtaendurskoðunar árið 2024 4,3-4,5 prósenta vexti.

Mynd úr Fjármálastöðuleika

Lægstu óverðtryggðu vextirnir sem eru í boði hjá viðskiptabönkunum þremur í dag eru slétt 7 prósent, en það eru breytilegir vextir Landsbankans. Fastir óverðtryggðir vextir eru einnig lægstir eða 7,45 prósent hjá þeim banka, en 8,15 prósent hjá Íslandsbanka, þar sem þeir eru hæstir um þessar mundir.

Í umfjöllun Seðlabankans í Fjármálastöðuleika segir að öðru óbreyttu muni heimilin sem bera þessar skuldir þurfa að taka á sig aukna greiðslubyrði þegar að vaxtaendurskoðun kemur, eða grípa til ráðstafana á borð við það að lengja í lánum eða breyta skilmálum lána á annan hátt til að lækka greiðslubyrðina.

„Þetta gæti leitt til þess að aukinn fjöldi heimila kjósi að færa sig yfir í verðtryggð lán, enda er greiðslubyrði slíkra lána lægri á fyrri hluta lánstíma en á sambærilegum óverðtryggðum lánum,“ segir í Fjármálastöðugleika.

Milljarðar í aukinn árlegan vaxtakostnað fyrir heimilin

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur sem starfar sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, kallaði þennan stabba húsnæðislána „nýju snjóhengjuna“ í færslu á Twitter í dag og benti á að það muni skipta mjög mörg heimili mjög miklu, upphæð sem samanlagt hlaupi á milljörðum króna árlega, hvar vaxtastigið í landinu yrði statt eftir um 2 ár.

„Líka slatti af heimilum sem það mun skipta máli fyrir fyrr, sérstaklega eftir ár,“ skrifaði Konráð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár