Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en ári.

Hálfgerð Eurovision-stigagjöf hjá matsnefnd Hörpu sögð óhefðbundin

Val mats­nefnd­ar á veg­um tón­list­ar- og ráð­stefnu­húss­ins Hörpu á ljósa­bún­aði var fellt úr gildi með úr­skurði kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála um miðj­an síð­asta mán­uð. Að­ferða­fræð­in við stiga­gjöf var óhefð­bund­in, sagði kær­u­nefnd­in.

Hálfgerð Eurovision-stigagjöf hjá matsnefnd Hörpu sögð óhefðbundin
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa við Austurhöfn. Mynd: Bára Huld Beck

Kærunefnd útboðsmála ógilti um miðjan síðasta mánuð val tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á ljósabúnaði, í útboði sem auglýst var síðasta vor. Tækjaleigan Exton varð hlutskörpust í útboðinu, en tvö fyrirtæki, Luxor tækjaleiga ehf. og ID Electronics ehf. kærðu útboðið og leiddi fyrri kæran, frá Luxor, til þess að samningsgerð Hörpu við Exton var stöðvuð þegar í júlímánuði.

Þetta kemur fram í tveimur úrskurðum frá kærunefndinni, sem voru birtir á úrskurðavef stjórnvalda 30. desember. Í þeim segir að í útboðinu hafi verið sett á fót sérstök matsnefnd til að leggja mat á ljósin og gefa þeim einkunnir, en við framkvæmdina voru öll þau ljós sem boðin voru fram af alls fimm fyrirtækjum sett upp og prufukeyrð í sölum hússins.

Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að aðferðafræði nefndarinnar við stigagjöfina hefði verið óhefðbundin, auk þess sem aðferðafræðinnar hefði ekki verið getið í útboðsgögnum og beiting hennar því ekki verið fyrirsjáanleg fyrir fyrirtækin sem tóku þátt í útboðinu. Auk þess taldi kærunefndin að störfum matsnefndarinnar við mat á litablöndun ljósanna hefði verið áfátt.

10, 6, 4, 2, 0

Í úrskurðum kærunefndarinnar er farið yfir það hvernig stigagjöfinni hjá matsnefndinni var háttað, en segja má að um hálfgerða Eurovision-stigagjöf hafi verið að ræða.

Við hvern lið matsins gaf nefndin stig þannig að það ljós sem þótti best fékk 10 stig, það ljós sem þótti næst best fékk 6 stig, þá 4 stig, svo 2 og loks fengi sísta ljósið 0 stig.

Kærunefnd útboðsmála segir að af þessari stigagjöf leiði „að munurinn á milli ljósanna var ekki endilega sá sem stigagjöfin gaf til kynna“.

„Það ljós sem þótti best í hverjum flokki fékk enda ávallt tilteknum stigafjölda meira en þau sem komu á eftir jafnvel þótt óverulegur munur hafi verið á gæðum ljósanna eða hvernig þau uppfylltu þau atriði sem matsnefndin horfði til. Stigamatið var því til þess fallið að ýkja gæði ljósa sem fengu góða einkunn fyrir einn þátt og gefa til kynna að þau stæðu að gæðum nokkru framar öðrum. Að sama skapi var það til þess fallið að gera öðrum ljósum erfitt fyrir ef þau fengu ekki góða einkunn fyrir einn þátt,“ segir í úrskurði kærunefndarinnar.

Niðurstaða kærunefndarinnar varð því sem áður segir að fella val Hörpu á ljósum frá Exton úr gildi, en auk þess var Harpa, sem er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar, talin skaðabótaskyld gagnvart ID Electronics, og þarf tónlistar- og ráðstefnuhúsið einnig að greiða bæði Luxor tækjaleigu og ID Electronics eina milljón króna í málskostnað.

Samkeppniseftirlitið skoðaði útboðsmál Hörpu

Ekki er ýkja langt um liðið frá því að annað stjórnvald, Samkeppniseftirlitið, gerði nokkrar athugasemdir við útboðsmál í Hörpu, en í áliti eftirlitsins frá því í júlí voru Hörpu meðal annars gefin tilmæli um að „viðhafa í ríkara mæli verðfyrirspurnir og útboð við leigu á viðbótartækjum sem nauðsynleg eru í starfsemi tónlistarhússins“.

Við greiningu Samkeppniseftirlitsins á árunum 2011-2019 sást að á bilinu 55-60 prósent allra leiguviðskipta með viðbótar hljóð-, ljósa- eða myndbúnað var við fyrirtækið Exton, sem varð hlutskarpast í útboði á ljósa- og hljóðkerfum hússins við útboð sem ÍAV stóð fyrir er húsið var í byggingu árið 2008.

Einnig fékk Harpa tilmæli um að endurskoða verklag og reglur sem heimila viðskiptavinum að leigja og nýta tækjabúnað frá öðrum aðilum en Hörpu. Var mælst til þess af hálfu Samkeppniseftirlitsins að fallið yrði frá því að gera það að skilyrði að Harpa leigði búnaðinn og endurleigði hann svo til viðskiptavina.

ID Electronics hafði þá áður kvartað yfir því að reglur Hörpu kæmu í veg fyrir að hægt væri að nota utanaðkomandi hljóðkerfi í húsinu, og þrátt fyrir að Harpa hefði að einhverju leyti brugðist við kvörtunum í þá veru var áfram kvartað yfir miklum kostnaði og öðrum mögulegum hindrunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár