Rétt eftir miðnætti er fyrstu tölur höfðu verið birtar úr þremur kjördæmum, m.a. úr Reykjavíkurkjördæmi suður, var Halla Tómasdóttir með töluverða forystu á aðra frambjóðendur eða 34,6 prósent atkvæða, til forseta Íslands. Katrín Jakobsdóttir var með næstflest atkvæði eða 25,7 prósent. Halla Hrund Logadóttir var með 14,6 prósent.
Jón Gnarr var með 10,2 prósent talinna atkvæða og Baldur Þórhallsson 8,5 prósent.
Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður komu rétt eftir miðnætti en þá höfðu 22.166 atkvæði verið talin. Samkvæmt þeim er Halla Tómasdóttir með 32,5 prósent atkvæða og Katrín Jakobsdóttir með 28,8 prósent atkvæða. Þetta er minni munur á þeim tveimur en í Norðaustur- og Suðurkjördæmi sem einnig hafa birt fyrstu tölur.
:-) :-) :-)