Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Fyrstu tölur: Halla Tómasdóttir leiðir

Halla Tóm­as­dótt­ir er með tölu­vert for­skot á aðra fram­bjóð­end­ur sam­kvæmt fyrstu töl­um sem birt­ar hafa ver­ið í for­seta­kosn­ing­un­um 2024 eða um rúm­lega 37 pró­sent at­kvæða.

Fyrstu tölur: Halla Tómasdóttir leiðir
Efst Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir í sjónvarpssal á meðan fyrstu tölur voru lesnar í kvöld. Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir er með rúmlega 37 prósent atkvæða samkvæmt fyrstu tölum úr forsetakosningunum árið 2024. Katrín Jakobsdóttir  er með 21,4 prósent. Þær allra fyrstu bárust úr Norðausturkjördæmi rétt fyrir kl. 23 og höfðu þá 3.000 atkvæði verið talin. Samkvæmt þeim tölum var Halla Tómasdóttir með 35,4 prósent atkvæða og  Katrín með 27 prósent talinna atkvæða í kjördæminu. Halla Hrund Logadóttir fylgdi þar á eftir með rúm 17 prósent.

Skömmu síðar bárust tölur úr Suðurkjördæmi og samkvæmt þeim er Halla Tómasdóttir með yfirburðaforskot eða 37,7 prósent atkvæða. Katrín er með 19,6 prósent samkvæmt þessum fyrstu tölum kjördæmisins.

Efstu þrjárHalla Hrund Logadóttir (f.v.), Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir í sminkherberginu á RÚV áður en fyrstu tölur voru lesnar. Þær hafa leitt í skoðanakönnunum undanfarna daga.

Þegar 12.786 atkvæði höfðu verið talin í kosningunum rétt eftir kl. 23 að kvöldi kosningadags var staðan þessi:

Halla Tómasdóttir: 37,2%

Katrín Jakobsdóttir: 21,4%

Halla Hrund Logadóttir: 16,2%

Jón Gnarr: 10%

Baldur Þórhallsson: 8,6%

Arnar Þór Jónsson: 5,5%

Aðrir frambjóðendur höfðu hlotið innan við 5 prósent atkvæða.

Landinu er skipt í sex kjördæmi en talningarstaðir eru þó aðeins fimm því atkvæði í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur eru talin á sama stað, þ.e. í Laugardalshöll. Von er á fyrstu tölum úr Reykjavík um miðnætti og er þær verða birtar er líklegt að um 60 prósent atkvæða í kjördæmunum tveimur hafi verið talin. Lokatalna í kosningunum er hins vegar ekki að vænta fyrr en undir morgun.

Samkvæmt lokakosningaspá Heimildarinnar, sem birt var í morgun, voru taldar yfirgnæfandi líkur á því að annað hvort Halla Tómasdóttir eða Katrín Jakobsdóttir yrði næsti forseti.  Katrín mældist með 24,3 prósenta fylgi og Halla með 23,2 prósent en munurinn var ekki marktækur.

Kosningaspá Heimildarinnar var birt reglulega í aðdraganda kosninganna. Hún er unnin af dr. Baldri Héðinssyni stærðfræðingi og byggði á vigtun og greiningu á öllum þeim skoðanakönnunum sem framkvæmdar eru. Auk þess að reikna út lokamat á fylgi frambjóðenda reiknaði hann líka út líkur á sigri þeirra. Inn í þá útreikninga voru niðurstöður lokamatsins teknar sem og sögulegt frávik í síðustu könnunum fyrir kosningar. Ennfremur var það gert með því að keyra um 500 þúsund sýndarkosningar til þess að reikna út hversu líklegt væri að hver og einn frambjóðandi sigri.

Niðurstaða þessa mats var sú að Halla Tómasdóttir ætti 41 prósent líkur á sigri og Katrín 40 prósent.

Fréttin verður uppfærð.

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hér má sjá hvernig útgerðin reyndi að koma Davíð Oddssyni á Bessastaði 2016

    https://www.rikisend.is/skyrslur/nanar?id=287

    Fróðlegt verður að sjá uppgjör Katrínar Jakobsdóttur 2024
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Íhaldið og stórútgerðin töpuðu forsetakosningunum 2024

    :-) :-) :-)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár