Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ummæli Páls Vilhjálmssonar, framhaldsskólakennara og bloggara, um Arnar Þór Ingólfsson og Þórð Snæ Júlíusson, blaðamenn Heimildarinnar, dauð og ómerk. Ummælin voru tvenn – bæði birt á bloggsíðu Páls á mbl.is.
Þórður Snær hyggst vísa úrskurðinum til Hæstaréttar. „Til þessa hafa ásakanir um refsiverða háttsemi sem ekki eru sannleikanum samkvæmt talist vera ærumeiðingar. Hér er því um stefnubreytingu að ræða hjá íslenskum dómstólum. Á það verður látið reyna í Hæstarétti,” segir hann.
Ásakaði blaðamennina um byrlun og þjófnað
Með ummælum sínum hélt Páll því fram að Arnar Þór, sem þá var blaðamaður á Kjarnanum, og Þórður Snær, ritstjóri sama miðils, hefðu átt þátt í því að hafa byrlað Páli Steingrímssyni skipstjóra og stolið síma hans. Þá vildi hann meina að saksóknari væri í þann mund að fara að gefa út ákæru á hendur blaðamönnunum.
Athugasemdir (3)