Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Páll Vilhjálmsson sýknaður í Landsrétti

Lands­rétt­ur hef­ur sýkn­að Pál Vil­hjálms­son í meið­yrða­máli tveggja blaða­manna Heim­ild­ar­inn­ar gegn hon­um. Páll sak­aði Arn­ar Þór Ing­ólfs­son og Þórð Snæ Júlí­us­son um að hafa byrl­að Páli Stein­gríms­syni skip­stjóra. Um­mæli Páls höfðu ver­ið dæmd ómerk í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í fyrra.

Páll Vilhjálmsson sýknaður í Landsrétti
Páll Vilhjálmsson

Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ummæli Páls Vilhjálmssonar, framhaldsskólakennara og bloggara, um Arnar Þór Ingólfsson og Þórð Snæ Júlíusson, blaðamenn Heimildarinnar, dauð og ómerk. Ummælin voru tvenn – bæði birt á bloggsíðu Páls á mbl.is.

Þórður Snær hyggst vísa úrskurðinum til Hæstaréttar. „Til þessa hafa ásakanir um refsiverða háttsemi sem ekki eru sannleikanum samkvæmt talist vera ærumeiðingar. Hér er því um stefnubreytingu að ræða hjá íslenskum dómstólum. Á það verður látið reyna í Hæstarétti,” segir hann.

Ásakaði blaðamennina um byrlun og þjófnað

Með ummælum sínum hélt Páll því fram að Arnar Þór, sem þá var blaðamaður á Kjarnanum, og Þórður Snær, ritstjóri sama miðils, hefðu átt þátt í því að hafa byrlað Páli Steingrímssyni skipstjóra og stolið síma hans. Þá vildi hann meina að saksóknari væri í þann mund að fara að gefa út ákæru á hendur blaðamönnunum.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Ég spyr eru ekki sömu lög sem gilda í héraðsdómi og landsrétti?
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta þarf að fara í Hæstarétt.
    2
  • Kári Jónsson skrifaði
    Núna er Landsréttur Sjálfstæðisflokksinns búinn að sýkna sinn mann, ávallt svona hefur réttarríki Sjálfstæðisflokksinns bjargað sínu fólki í gegnum alla tíð það er sýknað og mál felld niður.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár