Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Donald Trump fundinn sekur í öllum ákæruliðum

Don­ald J. Trump varð í kvöld fyrsti Banda­ríkja­for­seti sög­unn­ar til að vera fund­inn sek­ur um að fremja glæp.

Donald Trump fundinn sekur í öllum ákæruliðum
Fyrir dómi Forsetinn fyrrverandi á leið í dómsalinn í New York í dag. Mynd: AFP

Donald J. Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem sækist eftir því að taka aftur við því embætti í komandi kosningum, var í kvöld fundinn sekur um að falsa gögn í tengslum við greiðslur sem greiddar voru til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Trump var ákærður í 34 ákæruliðum og sakfelldur fyrir þá alla. Kviðdómur í New York kvað upp þessa niðurstöðu eftir að hafa ráðfært sig um hana í tvo daga.

Réttahöldin stóðu yfir í nokkrar vikur og verjendur Trump og saksóknari í málinu luku málflutningi sínum í byrjun viku. Á þriðja tug vitna komu fyrir dóminn. Trump var ákærður fyrir að falsa reikninga og önnur gögn í tengslum við greiðslur til Daniels sem fyrrverandi lögmaður hans, Michael Cohen, innti af hendi til hennar. Cohen veðsetti heimili sitt til að borga Daniels, sem heldur því fram að hún hafi sofið hjá Trump, 130 þúsund dali fyrir að selja ekki sögu sína til fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninganna 2016, sem Trump sigraði. Trump var gefið að sök að hafa endurgreitt Cohen, sem var einn þeirra sem bar vitni fyrir saksóknarann í málinu, eftir að hann var orðinn forseti.

Málið kom upp á viðkvæmum tíma í kosningabaráttunni fyrir tæpum átta árum. Access Hollywood-skandallinn, þar sem Trump talaði ógætilega á upptöku um hvernig hann kæmi fram við konur, hafði nýlega komið upp og vitni við réttarhöldin sögðu frá því að ótti hefði verið í herbúðum forsetans fyrrverandi að annar slíkur skandall myndi skaða framboðið enn frekar. 

Þetta er eitt af fjórum málum þar sem Trump hefur verið ákærður, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að verða ákærður fyrir glæpi í sögu landsins. Hann hefur líka verið ákærður vegna aðkomu sinnar að árásinni á bandaríska þinghúsið  6. janúar 2021, fyrir meðferð sína á trúnaðarskjölum sem hann flutti með sér á heimili sitt í Mar-a-lago eftir að hann lét af embætti og fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Georgiu-ríki árið 2020. 

Málið sem dæmt var í í dag er þó eina málið sem hefur ratað í málsmeðferð enn sem komið er og lögmenn Trump hafa gert allt sem í sínu valdi stendur til að tefja framgang hinna málanna þriggja, með miklum árangri, svo þau verði ekki tekin fyrir áður en kosið verður milli Trump og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nóvember. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum búast flestir ekki við því að hin málin verði afgreidd áður en kosningarnar fara fram.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    USA-fólkið virðist hafa litlar áhyggjur af því, þó kauðinn sé ákærður fyrir fjölda mála og núna dæmdur sekur af öllum ákæruliðum, hvað segir skrudda USA-fólksins um fólk sem sækist eftir því að verða forseti USA og er dæmdur glæpamaður ? Þarf að dæma kauða 1 eða 10 sinnum ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár