Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Donald Trump fundinn sekur í öllum ákæruliðum

Don­ald J. Trump varð í kvöld fyrsti Banda­ríkja­for­seti sög­unn­ar til að vera fund­inn sek­ur um að fremja glæp.

Donald Trump fundinn sekur í öllum ákæruliðum
Fyrir dómi Forsetinn fyrrverandi á leið í dómsalinn í New York í dag. Mynd: AFP

Donald J. Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem sækist eftir því að taka aftur við því embætti í komandi kosningum, var í kvöld fundinn sekur um að falsa gögn í tengslum við greiðslur sem greiddar voru til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Trump var ákærður í 34 ákæruliðum og sakfelldur fyrir þá alla. Kviðdómur í New York kvað upp þessa niðurstöðu eftir að hafa ráðfært sig um hana í tvo daga.

Réttahöldin stóðu yfir í nokkrar vikur og verjendur Trump og saksóknari í málinu luku málflutningi sínum í byrjun viku. Á þriðja tug vitna komu fyrir dóminn. Trump var ákærður fyrir að falsa reikninga og önnur gögn í tengslum við greiðslur til Daniels sem fyrrverandi lögmaður hans, Michael Cohen, innti af hendi til hennar. Cohen veðsetti heimili sitt til að borga Daniels, sem heldur því fram að hún hafi sofið hjá Trump, 130 þúsund dali fyrir að selja ekki sögu sína til fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninganna 2016, sem Trump sigraði. Trump var gefið að sök að hafa endurgreitt Cohen, sem var einn þeirra sem bar vitni fyrir saksóknarann í málinu, eftir að hann var orðinn forseti.

Málið kom upp á viðkvæmum tíma í kosningabaráttunni fyrir tæpum átta árum. Access Hollywood-skandallinn, þar sem Trump talaði ógætilega á upptöku um hvernig hann kæmi fram við konur, hafði nýlega komið upp og vitni við réttarhöldin sögðu frá því að ótti hefði verið í herbúðum forsetans fyrrverandi að annar slíkur skandall myndi skaða framboðið enn frekar. 

Þetta er eitt af fjórum málum þar sem Trump hefur verið ákærður, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að verða ákærður fyrir glæpi í sögu landsins. Hann hefur líka verið ákærður vegna aðkomu sinnar að árásinni á bandaríska þinghúsið  6. janúar 2021, fyrir meðferð sína á trúnaðarskjölum sem hann flutti með sér á heimili sitt í Mar-a-lago eftir að hann lét af embætti og fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Georgiu-ríki árið 2020. 

Málið sem dæmt var í í dag er þó eina málið sem hefur ratað í málsmeðferð enn sem komið er og lögmenn Trump hafa gert allt sem í sínu valdi stendur til að tefja framgang hinna málanna þriggja, með miklum árangri, svo þau verði ekki tekin fyrir áður en kosið verður milli Trump og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nóvember. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum búast flestir ekki við því að hin málin verði afgreidd áður en kosningarnar fara fram.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    USA-fólkið virðist hafa litlar áhyggjur af því, þó kauðinn sé ákærður fyrir fjölda mála og núna dæmdur sekur af öllum ákæruliðum, hvað segir skrudda USA-fólksins um fólk sem sækist eftir því að verða forseti USA og er dæmdur glæpamaður ? Þarf að dæma kauða 1 eða 10 sinnum ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu