Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Þrjár konur líklegastar til að verða næsti forseti Íslands

Halla Tóm­as­dótt­ir held­ur áfram að bæta við sig fylgi og nú er ekki leng­ur mark­tæk­ur mun­ur á henni og Katrínu Jak­obs­dótt­ur, sem hef­ur þó enn for­ystu. Halla Hrund Loga­dótt­ir fylg­ir þeim fast á eft­ir en Bald­ur Þór­halls­son mæl­ist nú með minna fylgi en nokkru sinni áð­ur.

Þrjár konur líklegastar til að verða næsti forseti Íslands
Fimm efstu Kosningaspáin hefur sýnt það, á einhverjum tímapunkti síðasta eina og hálfa mánuðinn, að fimm frambjóðendur hafa verið að mælast með fylgi um og yfir 20 prósent. Nú eru hins vegar þrír eftir á þeim slóðum. Hinir tveir hafa dalað. Mynd: Golli

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, leiðir í kosningaspá Heimildarinnar nú þegar einn dagur er til kosninga. Hún mælist með 24,1 prósent fylgi sem er mjög svipað fylgi og hún hefur haft allan maímánuð. Katrín hefur þó dalað um eitt prósentustig síðastliðna viku. 

Sá frambjóðandi sem er líklegastur til að veita henni mesta samkeppni á morgun er Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team. Hún mælist nú með 22,4 prósent stuðning, hefur bætt við sig um fimm prósentustigum á viku og nær nú í fyrsta sinn að kljúfa 20 prósentustiga-múrinn í þessari kosningabaráttu. Ekki er marktækur munur á þeim tveim. 

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri hefur líka verið að bæta við sig á síðustu metrunum í kosningabaráttunni eftir að hafa dalað hratt um miðjan mánuðinn. Nú segjast 19,5 prósent kjósenda ætla að kjósa hana, sem er einu prósentustigi meira en fyrir viku síðan. 

Tvær með langmestar líkur

Samkvæmt þessum niðurstöðum eru þrjár konur líklegastar til að verða næsti forseti Íslands. Líkur Katrínar á sigri hafa dala í vikunni og mælast nú 41 prósent. Líkur Höllu Tómasdóttur hafa hins vegar tekið stökk upp á við allra síðustu daga og eru nú 31 prósent. Halla Hrund á svo 17 prósent líkur á sigri. 

Þetta sýna útreikningar dr. Baldurs Héðinssonar á líkum hvers frambjóðanda á sigri. Hana fær Baldur út með því að miða við stöðu mála í kosningaspá sem hann vinnur í samstarfi við Heimildina og hversu mikið frávik hefur verið í fyrri skoðanakönnunum tveimur vikum fyrir kosningar. Í kjölfarið keyrði hann 100 þúsund sýndarkosningar til að reikna út hversu líklegt er að hver og einn frambjóðandi sigri. Þegar nær dregur kosningum minnkar frávikið sem fer inn í sýndarkosningarnar sem mun leiða til þess að þeir frambjóðendur sem eru að mælast með mest fylgi fá hærri líkur á sigri en aðrir minni. 

Vinni einhver ofangreindra þriggja kvenna þá verður viðkomandi önnur konan í lýðveldissögunni til að fá lyklana að Bessastöðum á eftir Vigdísi Finnbogadóttur, sem sigraði naumlega í forsetakosningum 1980 og sat í 16 ár. 

Baldur dalar og Jón undir tíu prósent

Síðustu daga og vikur hefur baráttan virst vera á milli fjögurra frambjóðenda. Sá sem hefur fallið lengst frá á lokasprettinum er Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Hann mælist nú með 15,3 prósent fylgi sem er það lægsta sem hann hefur mælst með frá því að fyrsta kosningaspáin var keyrð 13. apríl. Hann hefur tapað 2,4 prósentustigum í þessari viku og það er nú marktækur munur á honum og þeim tveimur frambjóðendum sem leiða.  Líkur hans á sigri mælast nú einungis átta prósent.

Framan af kosningabaráttunni leit út fyrir að Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, gæti blandað sér í baráttuna. Hann var um tíma sá frambjóðandi sem mældist með þriðja mesta fylgið en frá síðustu mánaðamótum hefur fjarað skarpt undan stuðningi við Jón. Nú mælist hann, í fyrsta sinn, með undir tíu prósent fylgi og það hefur helmingast frá því sem það var um miðbik aprílmánaðar. Jón á sem stendur tveggja prósenta líkur á því að verða næsti forseti landsins,

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður og fyrrverandi dómari, er með 5,9 prósent fylgi og hefur tapað lítillega af fylgi í liðinni viku. Líkurnar á því að hann flytji á Bessastaði eru eitt prósent.

Hinir sex frambjóðendurnir sem hafa ekki verið taldir upp hér skipta svo á milli sín 3,2 prósentustigum og þeir eiga nær engar líkur á því að sigra kosningarnar.

Hvað er kosningaspáin?

Kosningaspáin er unnin í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson. Hann hefur keyrt kosningaspálíkan sem hann smíðaði fyrir fyrirrennara Heimildarinnar í öllum kosningum sem fram hafa farið á Íslandi síðastliðinn áratug, og mun gera það í aðdraganda forsetakosninganna einnig. Líkanið miðar að því að setja upplýsingar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar reglu­lega í Heimildinni, jafnt á prenti og vef, í aðdrag­anda kosn­inga.

Þær kann­anir sem teknar eru gildar í kosn­inga­spánni verða að upp­fylla lág­marksskil­yrði töl­fræði­legrar aðferða­fræði. Þar er litið til stærðar úrtaks­ins, fjölda svar­enda, könn­un­ar­tíma­bils og þess hvort úrtakið stand­ist kröfur til að reyn­ast mark­tækt, svo fátt eitt sé nefnt.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjan Jons skrifaði
    ...og Halla Hrund er aftur komin yfir 30% múrinn samkvæmt glænýrri könnun Mannlífs

    https://www.mannlif.is/frettir/innlent/lesendur-mannlifs-hafa-valid-ser-forseta/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR1py2gQhQXtHnL_JH9cyUbLE-FZ1RedSvwIY9_IBjKKzqBHxhoAsmPz9QE_aem_AT6HS6AdLuqIWUe8YHOGNnQQvH3YoiIfeskfjol4dBj9M4XYFI6Vqv64Q98Y-qFOXOm0Vi7pDpj0V817Ylvk18RC
    0
  • Kristjan Jons skrifaði
    Skoðanakönnun Gallups er ómarktæk. Hún var gerð allt að 7 dögum fyrir kosningar, og framreiðir þá niðurstöðu sem eigandinn (Gallup/Aston JL auglýsingastofa KJ) helst óskaði sér: að tvístra endurheimtu fylgi Höllu Huldar Logadóttur síðustu daga.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár