Heimildin stóð fyrir kappræðum á þriðjudaginn þar sem þeir sex forsetaframbjóðendur sem mælast með yfir tveggja prósenta fylgi samkvæmt kosningaspá Heimildarinnar mættust. Það eru þau Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir. Umræðum stýrðu blaðamennirnir Margrét Marteinsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson.
Þrýstingur úr herbúðum Katrínar
Frambjóðendurnir voru spurðir hvort að þeir hefðu fundið fyrir þrýstingi að draga framboð sín til baka. Jón Gnarr svaraði því játandi og sagði að strax eftir að Katrín Jakobsdóttir hefði tilkynnt um framboð sitt hefði fólk farið að spyrja hann hvort hann vildi ekki hætta við.
Las hann upphátt ein slík skilaboð sem hann hafði fengið. En í þeim var hann beðinn um að draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við annað hvort Höllu Tómasdóttur eða Baldur Þórhallsson til að hindra framgang Katrínar. „Ég er að fara að vinna þessar kosningar. Mér myndi aldrei detta í …
Athugasemdir