Vatnsleki hefur uppgötvast í nýja skrifstofuhúsnæði Alþingis, Smiðju. Þetta staðfestir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir Ragna að leki hafi komið upp á fjórðu hæð byggingarinnar sem hýsir skrifstofur þingmanna og vinnuherbergi fyrir starfsfólk þingflokka.
Er lekinn rakinn til frágangs á gluggakerfi á fimmtu hæð hússins. Ragna segir að fljótlega eftir að vatnsleki uppgötvaðist hafi verið ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir.
„Enn er unnið við að ljúka framkvæmdum á 5. hæðinni og jafnframt verið að greina hvaða aðgerða er þörf til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig,“ segir Ragna og bætir við að óvíst sé hvert heildartjónið muni verða. Að hennar sögn sé tjónið enn sem komið er „óverulegt“. Á fimmtu hæð Smiðju er matsalur og eldhús en þar eru einnig þrír fundarsalir.
Sex milljarða króna nýbygging
Undir lok síðasta árs var nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis tekið til notkunar. Framkvæmdir hafa staðið yfir í um …
Athugasemdir (5)