Í september árið 2014 átti sér stað afdrifaríkur atburður í kúrdíska bænum Kobani í Norður Sýrlandi nálægt landamærum Tyrklands þegar hryðjuverkasamtökin ISIS gerðu árás á bæinn.
Tyrkneska lögreglan stöðvaði slasaða íbúa Kobani á landamærunum þegar fólkið leitaði ásjár í örvæntingu sinni og ótta. Því var mætt með táragasi og kúlnahríð. Á sama tíma var ISIS liðum hleypt yfir landamærin og fengu þeir forgang að heilbrigðisþjónustu. Af þessu birtust myndir í fjölmiðlum sem reitti fólk til mikillar reiði.
Næstu daga og vikur brutust víða út mótmæli í Tyrklandi og olía á eldinn var þegar Erdogan forseti líkti PKK (Kúrdíska verkamannaflokknum) við hryðjuverkasamtökin ISIS. Yfir 40 létu lífið og tæp 700 slösuðust í átökunum en lögregla beitti mikilli hörku gegn mótmælendum.
Í kjölfar mótmælanna undirbjó ríkissaksóknari Ankara ákæru á hendur fjölda fólks en 108 voru handtekin, þar á meðal fyrrverandi formaður Lýðræðisflokksins (HDP).
Þann 16. október síðastliðinn sat ég hluta réttarhaldanna …
Athugasemdir