Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Úlfar: „Við getum haft áhyggjur af innviðum“

Úlf­ar Lúð­víks­son, lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesj­um, seg­ir ástæðu til að hafa áhyggj­ur af inn­við­um ná­lægt Grinda­vík – bæn­um sjálf­um og einkum orku­ver­inu í Svartsengi. Ekk­ert er hægt að gera ann­að en að halda fólki frá og fylgj­ast með at­burð­in­um.

Úlfar: „Við getum haft áhyggjur af innviðum“

„Það er gos í gangi og við getum haft áhyggjur af innviðum,“ þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, spurður út í stöðuna á gosinu sem hófst fyrr í dag. Inntur eftir því hvaða innviði hann eigi við sérstaklega nefnir Úlfar orkuverið inni í Svartsengi.

Hvernig metið þið líkurnar á því að virknin færist inn í Svartsengi?

„Krafturinn í þessu gosi er meiri en í undanförnum gosum á Sundhnúkagígaröðinni. Það er meira hraun að koma upp úr jörðinni og það rennur hratt yfir og nálgast okkar helstu innviði. Hraunið hefur runnið yfir Grindavíkurveg fyrir ofan bæinn og hraun skríður fram með ákveðnum hraða. Þannig að við auðvitað höfum áhyggjur af innviðum á svæðinu,“ segir Úlfar.

Hann vildi þó ekki tjá sig um hve langt gæti verið í það að hraunflæðið næði innviðum. 

Ekkert hægt að gera til að stöðva flæðið

Nú fyrir skemmstu var greint frá því að hraunið rynni að stofnlögnum fyrir bæði heitt vatn og rafmagn við Grindavík. Úlfar segist ekki vita stöðuna á því einmitt núna en viðurkenndi að auðvitað væri ekki gott ef slíkar leiðslur færu í sundur.

Spurður út í það hvort hann hefði áhyggjur af því að hraunið rynni til Grindavíkur sagði hann: „Við getum haft áhyggjur af því.“

Er eitthvað sem þið getið gert til að stöðva þetta?

„Ekki í augnablikinu, nei,“ segir Úlfar. Nú væru viðbragðsaðilar að sjá um að halda fólki frá og fylgjast með atburðunum. Búið væri að rýma svæðið.

Á svipuðum slóðum og fyrra gos

Nú þegar hefur eldgosið, sem hófst um hádegisbil í dag, runnið yfir Grindavíkurveg. Gossprungan er samkvæmt vef Veðurstofu Íslands 3,4 kílómetrar á lengd og er útstreymishraði hrauns áætlaður 1500-2000 rúmmetrar á sekúndu. 

Hraun er komið að varnargörðum vestan við Grindavík, en gossprunan er á svipuðum slóðum og sú sem opnaðist í mars. Neyðarstigi var lýst yfir fyrr í dag.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár