Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Regnvotur Sunak vonar að hlutirnir geti einungis skánað

Eng­inn sér fram á ann­að en mik­inn ósig­ur Íhalds­flokks­ins í Bretlandi, þar með tal­inn Ris­hi Sunak, for­sæt­is­ráð­herra flokks­ins. Sunak boð­aði samt snemm­bún­ar kosn­ing­ar á dög­un­um og verða þær haldn­ar í byrj­un júlí. Mik­il óánægja með dýr­tíð­ar­krísu, kreppu­ástand og óreiðu­kennd­an Íhalds­flokk virð­ist ætla að skila Verka­manna­flokkn­um fyrstu rík­is­stjórn sinni síð­an frá ósigri Gor­dons Brown ár­ið 2010.

Regnvotur Sunak vonar að hlutirnir geti einungis skánað
Gegndrepa Rishi Sunak lýsir yfir snemmbúnum kosningum Mynd: AFP

Á gráum og votum degi þann 22. maí tilkynnti forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, um snemmbúnar kosningar 4. júlí næstkomandi, en þær hefðu að óbreyttu farið fram í lok árs. Eins og hefð er fyrir hélt Sunak ræðu sína fyrir framan Downing Street 10, skrifstofu forsætisráðuneytisins og heimili ráðherrans. 

Í miðju kafi hóf hávær tónlist að glymja í nágrenninu og yfirgnæfði nánast ræðu Sunaks. „Things can only get better“ ómaði þannig yfir tilkynningu forsætisráðherrans, en lagið er víðfrægt orðið sem kosningalag Verkamannaflokksins árið 1997, þegar Tony Blair leiddi flokk sinn til stórsigurs. 

Sú uppákoma varð til þess að ramma kirfilega inn tragíkómískar kringumstæðurnar, þar sem óvinsæli auðmaðurinn Sunak með regnblautar herðar sínar prufukeyrði sjálfstraustið fyrir komandi kosningar þar sem flokki hans er spáð sögulegu hruni.

„Ætli þetta sé ekki bara svona illu er best aflokið hugsun“
Eiríkur Bergmann
prófessor í stjórnmálafræði

Umræðan í Bretlandi og utan þess hefur undanfarna mánuði einkennst …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár