Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Regnvotur Sunak vonar að hlutirnir geti einungis skánað

Eng­inn sér fram á ann­að en mik­inn ósig­ur Íhalds­flokks­ins í Bretlandi, þar með tal­inn Ris­hi Sunak, for­sæt­is­ráð­herra flokks­ins. Sunak boð­aði samt snemm­bún­ar kosn­ing­ar á dög­un­um og verða þær haldn­ar í byrj­un júlí. Mik­il óánægja með dýr­tíð­ar­krísu, kreppu­ástand og óreiðu­kennd­an Íhalds­flokk virð­ist ætla að skila Verka­manna­flokkn­um fyrstu rík­is­stjórn sinni síð­an frá ósigri Gor­dons Brown ár­ið 2010.

Regnvotur Sunak vonar að hlutirnir geti einungis skánað
Gegndrepa Rishi Sunak lýsir yfir snemmbúnum kosningum Mynd: AFP

Á gráum og votum degi þann 22. maí tilkynnti forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, um snemmbúnar kosningar 4. júlí næstkomandi, en þær hefðu að óbreyttu farið fram í lok árs. Eins og hefð er fyrir hélt Sunak ræðu sína fyrir framan Downing Street 10, skrifstofu forsætisráðuneytisins og heimili ráðherrans. 

Í miðju kafi hóf hávær tónlist að glymja í nágrenninu og yfirgnæfði nánast ræðu Sunaks. „Things can only get better“ ómaði þannig yfir tilkynningu forsætisráðherrans, en lagið er víðfrægt orðið sem kosningalag Verkamannaflokksins árið 1997, þegar Tony Blair leiddi flokk sinn til stórsigurs. 

Sú uppákoma varð til þess að ramma kirfilega inn tragíkómískar kringumstæðurnar, þar sem óvinsæli auðmaðurinn Sunak með regnblautar herðar sínar prufukeyrði sjálfstraustið fyrir komandi kosningar þar sem flokki hans er spáð sögulegu hruni.

„Ætli þetta sé ekki bara svona illu er best aflokið hugsun“
Eiríkur Bergmann
prófessor í stjórnmálafræði

Umræðan í Bretlandi og utan þess hefur undanfarna mánuði einkennst …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár