Á gráum og votum degi þann 22. maí tilkynnti forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, um snemmbúnar kosningar 4. júlí næstkomandi, en þær hefðu að óbreyttu farið fram í lok árs. Eins og hefð er fyrir hélt Sunak ræðu sína fyrir framan Downing Street 10, skrifstofu forsætisráðuneytisins og heimili ráðherrans.
Í miðju kafi hóf hávær tónlist að glymja í nágrenninu og yfirgnæfði nánast ræðu Sunaks. „Things can only get better“ ómaði þannig yfir tilkynningu forsætisráðherrans, en lagið er víðfrægt orðið sem kosningalag Verkamannaflokksins árið 1997, þegar Tony Blair leiddi flokk sinn til stórsigurs.
Sú uppákoma varð til þess að ramma kirfilega inn tragíkómískar kringumstæðurnar, þar sem óvinsæli auðmaðurinn Sunak með regnblautar herðar sínar prufukeyrði sjálfstraustið fyrir komandi kosningar þar sem flokki hans er spáð sögulegu hruni.
„Ætli þetta sé ekki bara svona illu er best aflokið hugsun“
Umræðan í Bretlandi og utan þess hefur undanfarna mánuði einkennst …
Athugasemdir