Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Evrópa kýs sér 720 þingmenn

Dag­ana 6. til 9. júní fara fram kosn­ing­ar til Evr­ópu­þings­ins. Kos­ið er á fimm ára fresti í að­ild­ar­ríkj­un­um sem nú eru 27 og íbú­arn­ir um 450 millj­ón­ir. Áhugi fyr­ir kosn­ing­un­um virð­ist meiri en oft áð­ur.

Evrópusambandið, Evrópuráðið, Evrópuþingið, framkvæmdastjórn ESB, Mannréttindadómstóll Evrópu, ráðherraráð ESB, dómstóll Evrópusambandsins, leiðtogaráð ESB. Allt kunnugleg orð sem oft má heyra og sjá í fjölmiðlum en valda stundum ruglingi.

Í þessari grein verður ekki reynt að fjalla um þessar stofnanir allar, hlutverk þeirra og starfsemi, slíkt er efni í heila bók.

Eins og fram kom í inngangi fara í næstu viku fram kosningar til Evrópuþingsins. Þá verða kosnir 720 þingmenn, sumir þeirra sem eru í framboði eru núverandi fulltrúar aðildarríkjanna 27 en aðrir nýliðar á þessum vettvangi.

Ræðustóll Evrópu

Það er ekki að ástæðulausu að Evrópuþingið er stundum kallað ræðustóll Evrópu. Þar ræða Evrópuþingmennirnir fram og til baka, og deila jafnvel hart, um öll möguleg mál sem varða aðildarríkin og reyndar margt fleira. Málefni landbúnaðar í Evrópu, umhverfismál og málefni flóttafólks hafa tekið mikinn tíma á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka.

„Tæplega 400 þúsund manns reyndu að komast til landa Evrópusambandsins á síðasta ári, eftir „óhefðbundnum leiðum““

Tæplega 400 þúsund manns reyndu að komast til landa Evrópusambandsins á síðasta ári, eftir „óhefðbundnum leiðum“, stærsti hópurinn á alls kyns fleytum yfir Miðjarðarhafið. Þótt þetta sé stór hópur er hann þó aðeins um fjórðungur þeirra sem það ár, 2023, leituðu hælis í Evrópu, stærsti hluti hælisleitenda og flóttafólks kom þangað eftir hefðbundnum leiðum. Þessar upplýsingar eru frá Frontex, landamærastofnun Evrópu.

Evrópuþingið var stofnað árið 1952, sama ár og Kola- og stálbandalag Evrópu, sem síðar varð að Evrópusambandinu. Evrópuþingið var í fyrstu ráðgjafarþing og þingfulltrúarnir, sem í upphafi voru 78, komu frá þjóðþingum aðildarríkjanna. Þessu fyrirkomulagi var breytt árið 1979 og frá þeim tíma hefur verið kosið beint til Evrópuþingsins á fimm ára fresti í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Í kosningunum 2019 var 751 þingmaður kjörinn, en það er hámarksfjöldi þingmanna samkvæmt samkomulagi sem tók gildi 1. desember 2009, Lissabon-sáttmálanum svonefnda. Við útgöngu Breta úr ESB fækkaði þingsætum en eftir kosningarnar núna í júní verða þau 720. Hlutfall karla á þinginu er 59,4 prósent en kvenna 40,6%.

Hlutverk

Völd Evrópuþingsins hafa aukist talsvert með árunum í takti við þá viðleitni sambandsins að auka lýðræðislega ábyrgð og gagnsæi varðandi stefnumótun Evrópusambandsins. Hlutverk Evrópuþingsins er þríþætt. Það samþykkir lög í samvinnu við leiðtogaráðið (samstarfsvettvang þjóðarleiðtoga aðildarríkjanna), það deilir fjárveitingavaldinu ásamt leiðtogaráðinu og hefur úrslitavald við afgreiðslu fjárlaganna og sinnir jafnframt lýðræðislegu eftirliti með öllum stofnunum ESB.

Þingið hefur ekki frumkvæði að lagasetningu en getur hvatt framkvæmdastjórnina til að leggja fram tillögur sem þingið telur mikilvægar. Samþykki Evrópuþingsins er skilyrði við skipan nýrrar framkvæmdastjórnar ESB. Í eftirlitshlutverkinu felst að Evrópuþingið getur með 2/3 hluta atkvæða lýst vantrausti á framkvæmdastjórn ESB, sem þá yrði að segja af sér.

Kosningar og flokkahópar

Eins og fram kom í inngangi verður kosið til Evrópuþingsins dagana 6.–9. júní. Kosið er á landsvísu, fyrirkomulagið er þannig að fámennari aðildarríki fá hlutfallslega fleiri þingsæti en þau fjölmennari. Flestir núverandi þingmanna eru frá Þýskalandi, 96 talsins, en fæstir frá Möltu, þeir eru 6. Í kosningunum 2019 var kosningaþátttaka í heildina 50,6% en mjög mismunandi eftir löndum, mest í Belgíu og Lúxemborg (þar er kosningaskylda) en minnst í Slóvakíu.

„Enginn einn flokkahópur hefur til þessa haft meirihluta á þinginu en mikil hefð er fyrir málamiðlunum milli hinna ólíku flokkahópa á þinginu“

Þingmenn á Evrópuþinginu skipa sér í hópa á grundvelli hugmyndafræði. Flokkahóparnir á núverandi þingi eru sjö og innan þeirra fulltrúar 203 stjórnmálaflokka. Enginn einn flokkahópur hefur til þessa haft meirihluta á þinginu en mikil hefð er fyrir málamiðlunum milli hinna ólíku flokkahópa á þinginu.

Um flokkahópana eru reglur í þingsköpum Evrópuþingsins, þannig þarf að lágmarki 25 þingmenn frá að minnsta kosti fjórðungi aðildarríkjanna. Hver flokkahópur hefur formann og rekur skrifstofu. Kostnaður við starf flokkahópa er greiddur úr sameiginlegum sjóði þingsins, samkvæmt reglum sem um slíkt gilda. Þingmenn geta einungis verið í einum flokkahópi, en geta skipt um flokk eða verið utan hópa sem óháðir. Hlutverk flokkahópanna er meðal annars að taka afstöðu til lagafrumvarpa sem unnið er að í fastanefndum, sem eru 20 og gera breytingartillögur ef svo ber undir. Í hverri nefnd sitja ekki færri en 20 þingmenn og ekki fleiri en 81. 

720 þingmenn og 24 tungumál

Eins og gefur að skilja getur reynst snúið að ná samkomulagi í 720 manna hópi þar sem töluð eru 24 tungumál. Eins og tíðkast á flestum þjóðþingum eru innan Evrópuþingsins fjölmargar nefndir, loftslagsnefnd, nefnd um málefni innri markaðar og svo framvegis. Þegar framkvæmdastjórnin leggur fram frumvarp um tiltekið mál er það tekið til meðferðar í viðkomandi nefnd, sem svo skilar áliti. Þegar þingið hefur orðið sammála, oft eftir margar breytingar og langar umræður, fer frumvarpið aftur til framkvæmdastjórnarinnar.

Forseti Evrópuþingsins er fulltrúi þess út á við og gagnvart öðrum stofnunum ESB. Hann hefur jafnframt yfirumsjón með þingstörfunum. Forseti er kjörinn á tveggja og hálfs árs fresti.

BrusselStrassborg og Lúxemborg

Segja má að starfsemi Evrópuþingsins fari fram í þremur borgum. Aðalskrifstofa þingsins er í Lúxemborg, þar starfa um 2.200 manns, opinbert aðsetur Evrópuþingsins er hins vegar í Strassborg og þar eru starfsmenn um 300. Þungamiðja starfsins fer fram í Brussel, starfsmenn þar eru um 5.000 og  loks starfa 300 á öðrum stöðum. Samtals eru þetta 7.800 manns. Þetta fyrirkomulag, að skipta starfseminni milli þriggja borga, hefur iðulega sætt mikilli gagnrýni og ætíð heyrast raddir sem vilja að allt þinghaldið verið flutt til Brussel. Þessi eilífi „ferðasirkus“ eins og sumir hafa komist að orði kostar mikla peninga og tekur tíma. Að flytja starfsemina alfarið til Brussel mega Frakkar ekki heyra minnst á og þar við situr.

Útlit fyrir meiri kosningaþátttöku en oft áður

Líkt og áður sagði var þátttaka í kosningunum fyrir fimm árum 50,6% sem var meira en verið hafði frá árinu 1994. Margt bendir til að meiri áhugi sé fyrir kosningunum að þessu sinni en oft áður, þótt það komi ekki í ljós fyrr en eftir að þeim lýkur 9. júní. Stjórnmálaskýrendur telja að þrjár ástæður öðrum fremur valdi því að áhugi fyrir kosningunum virðist meiri nú. Í fyrsta lagi að margir Evrópubúar telji brýnni nauðsyn nú en oft áður að standa saman og þeir líti á Evrópusambandið og stofnanir þess sem eins konar „útvörð Evrópu“ á viðsjárverðum tímum, í öðru lagi sýni ungt fólk kosningunum aukinn áhuga og í þriðja lagi aukinn stuðningur við hægri öfl víða í álfunni. Sú staðreynd hvetji íbúa álfunnar til að nýta atkvæðisréttinn, þá sem aðhyllast ákveðna hægri stefnu í von um að auka fylgið á þeim væng stjórnmálanna og svo hina sem vilja standa gegn slíku.

Í þessari grein hefur ekki verið fjallað um pólitíkina innan Evrópuþingsins, það væri efni í aðra grein.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Gaman að nefna að Evrópskir Píratar eiga fjóra þingmenn á fráfarandi þingi. Píratar eru nefnilega eini flokkurinn sem er til víða um heiminn, meira að segja í Japan ☺️
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
8
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirhluta framkvæmdastjórn lögð fram á sáttarfundum
9
Fréttir

Til­laga um auk­inn meir­hluta fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sáttar­fund­um

Á sáttar­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmd­ar­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga­sem þar sem lagt er til að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna í stjórn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
2
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
9
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár