Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eign íslenskra heimila í hlutabréfasjóðum minnkað um þriðjung

Síð­asta tæpa eina og hálfa ár­ið hafa fjár­fest­ar leyst út hlut­deild­ar­skír­teini í hluta­bréfa­sjóð­um sem rekn­ir eru að ís­lensk­um sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækj­um fyr­ir 15,9 millj­arða króna um­fram það sem þeir keyptu í sjóð­un­um.

Eign íslenskra heimila í hlutabréfasjóðum minnkað um þriðjung

Frá byrjun árs 2023 og út apríl síðastliðinn leystu fjárfestar hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum sem reknir eru af íslenskum sjóðsstýringarfyrirtækjum út slík skírteini fyrir alls 63,4 milljónir króna á meðan að sjóðirnir seldu ný hlutdeildarskírteini fyrir 47,5 milljarða króna. Þeir losuðu því um 15,9 milljarða króna umfram það sem þeir keyptu í sjóðunum. 

Þetta er algjör viðsnúningur við það sem átti sér stað frá miðju ári 2020 og út árið 2022. Þá keyptu fjárfestar hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum fyrir 82 milljarða króna en innlausnir voru um 38 milljarðar króna. Því voru seld hlutdeildarskírteini fyrir 44 milljörðum krónum meira en það sem tekið var út úr sjóðunum á þessu tímabili, en á því voru vextir í sögulegu lágmarki, verðbólga lítil og stjórnvöld gripu til margháttaðra aðgerða til að örva atvinnulífið og fjárfestingu.

Síðastliðið tæpt eitt og hálft ár hefur staðan gjörbreyst og áhugi landsmanna á því að fjárfesta í hlutabréfasjóðum hríðfallið samhliða. Nú eru stýrivextir Seðlabanka Íslands 9,25 prósent og munu hafa verið það í eitt ár þegar kemur að næstu vaxtaákvörðun í ágúst. Verðbólga fór um tíma í tveggja stafa tölu, hefur reynst þrálát og mælist nú sex prósent. Þá hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila landsins lækkað í fimm af síðustu ársfjórðungum. Á tæpu einu og hálfu ári, frá ársbyrjun 2022 og út apríl síðastliðinn, minnkaði eign heimila í hlutabréfasjóðum úr tæplega 56 milljörðum króna í 37,5 milljarða króna, eða um þriðjung.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár