Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Eign íslenskra heimila í hlutabréfasjóðum minnkað um þriðjung

Síð­asta tæpa eina og hálfa ár­ið hafa fjár­fest­ar leyst út hlut­deild­ar­skír­teini í hluta­bréfa­sjóð­um sem rekn­ir eru að ís­lensk­um sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækj­um fyr­ir 15,9 millj­arða króna um­fram það sem þeir keyptu í sjóð­un­um.

Eign íslenskra heimila í hlutabréfasjóðum minnkað um þriðjung

Frá byrjun árs 2023 og út apríl síðastliðinn leystu fjárfestar hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum sem reknir eru af íslenskum sjóðsstýringarfyrirtækjum út slík skírteini fyrir alls 63,4 milljónir króna á meðan að sjóðirnir seldu ný hlutdeildarskírteini fyrir 47,5 milljarða króna. Þeir losuðu því um 15,9 milljarða króna umfram það sem þeir keyptu í sjóðunum. 

Þetta er algjör viðsnúningur við það sem átti sér stað frá miðju ári 2020 og út árið 2022. Þá keyptu fjárfestar hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum fyrir 82 milljarða króna en innlausnir voru um 38 milljarðar króna. Því voru seld hlutdeildarskírteini fyrir 44 milljörðum krónum meira en það sem tekið var út úr sjóðunum á þessu tímabili, en á því voru vextir í sögulegu lágmarki, verðbólga lítil og stjórnvöld gripu til margháttaðra aðgerða til að örva atvinnulífið og fjárfestingu.

Síðastliðið tæpt eitt og hálft ár hefur staðan gjörbreyst og áhugi landsmanna á því að fjárfesta í hlutabréfasjóðum hríðfallið samhliða. Nú eru stýrivextir Seðlabanka Íslands 9,25 prósent og munu hafa verið það í eitt ár þegar kemur að næstu vaxtaákvörðun í ágúst. Verðbólga fór um tíma í tveggja stafa tölu, hefur reynst þrálát og mælist nú sex prósent. Þá hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila landsins lækkað í fimm af síðustu ársfjórðungum. Á tæpu einu og hálfu ári, frá ársbyrjun 2022 og út apríl síðastliðinn, minnkaði eign heimila í hlutabréfasjóðum úr tæplega 56 milljörðum króna í 37,5 milljarða króna, eða um þriðjung.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu