Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eign íslenskra heimila í hlutabréfasjóðum minnkað um þriðjung

Síð­asta tæpa eina og hálfa ár­ið hafa fjár­fest­ar leyst út hlut­deild­ar­skír­teini í hluta­bréfa­sjóð­um sem rekn­ir eru að ís­lensk­um sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækj­um fyr­ir 15,9 millj­arða króna um­fram það sem þeir keyptu í sjóð­un­um.

Eign íslenskra heimila í hlutabréfasjóðum minnkað um þriðjung

Frá byrjun árs 2023 og út apríl síðastliðinn leystu fjárfestar hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum sem reknir eru af íslenskum sjóðsstýringarfyrirtækjum út slík skírteini fyrir alls 63,4 milljónir króna á meðan að sjóðirnir seldu ný hlutdeildarskírteini fyrir 47,5 milljarða króna. Þeir losuðu því um 15,9 milljarða króna umfram það sem þeir keyptu í sjóðunum. 

Þetta er algjör viðsnúningur við það sem átti sér stað frá miðju ári 2020 og út árið 2022. Þá keyptu fjárfestar hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum fyrir 82 milljarða króna en innlausnir voru um 38 milljarðar króna. Því voru seld hlutdeildarskírteini fyrir 44 milljörðum krónum meira en það sem tekið var út úr sjóðunum á þessu tímabili, en á því voru vextir í sögulegu lágmarki, verðbólga lítil og stjórnvöld gripu til margháttaðra aðgerða til að örva atvinnulífið og fjárfestingu.

Síðastliðið tæpt eitt og hálft ár hefur staðan gjörbreyst og áhugi landsmanna á því að fjárfesta í hlutabréfasjóðum hríðfallið samhliða. Nú eru stýrivextir Seðlabanka Íslands 9,25 prósent og munu hafa verið það í eitt ár þegar kemur að næstu vaxtaákvörðun í ágúst. Verðbólga fór um tíma í tveggja stafa tölu, hefur reynst þrálát og mælist nú sex prósent. Þá hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila landsins lækkað í fimm af síðustu ársfjórðungum. Á tæpu einu og hálfu ári, frá ársbyrjun 2022 og út apríl síðastliðinn, minnkaði eign heimila í hlutabréfasjóðum úr tæplega 56 milljörðum króna í 37,5 milljarða króna, eða um þriðjung.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár