Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eign íslenskra heimila í hlutabréfasjóðum minnkað um þriðjung

Síð­asta tæpa eina og hálfa ár­ið hafa fjár­fest­ar leyst út hlut­deild­ar­skír­teini í hluta­bréfa­sjóð­um sem rekn­ir eru að ís­lensk­um sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækj­um fyr­ir 15,9 millj­arða króna um­fram það sem þeir keyptu í sjóð­un­um.

Eign íslenskra heimila í hlutabréfasjóðum minnkað um þriðjung

Frá byrjun árs 2023 og út apríl síðastliðinn leystu fjárfestar hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum sem reknir eru af íslenskum sjóðsstýringarfyrirtækjum út slík skírteini fyrir alls 63,4 milljónir króna á meðan að sjóðirnir seldu ný hlutdeildarskírteini fyrir 47,5 milljarða króna. Þeir losuðu því um 15,9 milljarða króna umfram það sem þeir keyptu í sjóðunum. 

Þetta er algjör viðsnúningur við það sem átti sér stað frá miðju ári 2020 og út árið 2022. Þá keyptu fjárfestar hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum fyrir 82 milljarða króna en innlausnir voru um 38 milljarðar króna. Því voru seld hlutdeildarskírteini fyrir 44 milljörðum krónum meira en það sem tekið var út úr sjóðunum á þessu tímabili, en á því voru vextir í sögulegu lágmarki, verðbólga lítil og stjórnvöld gripu til margháttaðra aðgerða til að örva atvinnulífið og fjárfestingu.

Síðastliðið tæpt eitt og hálft ár hefur staðan gjörbreyst og áhugi landsmanna á því að fjárfesta í hlutabréfasjóðum hríðfallið samhliða. Nú eru stýrivextir Seðlabanka Íslands 9,25 prósent og munu hafa verið það í eitt ár þegar kemur að næstu vaxtaákvörðun í ágúst. Verðbólga fór um tíma í tveggja stafa tölu, hefur reynst þrálát og mælist nú sex prósent. Þá hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila landsins lækkað í fimm af síðustu ársfjórðungum. Á tæpu einu og hálfu ári, frá ársbyrjun 2022 og út apríl síðastliðinn, minnkaði eign heimila í hlutabréfasjóðum úr tæplega 56 milljörðum króna í 37,5 milljarða króna, eða um þriðjung.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.
Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
6
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
6
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár