Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjöldi myndlykla stóð í stað milli ára

Fjöldi áskrif­enda með mynd­lykla stór nán­ast í stað í fyrra og var 79.316 í lok þess árs. Það eru 651 færri en ári áð­ur.

Fjöldi myndlykla stóð í stað milli ára
Leiðir til að horfa Þeim hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum sem velja öpp eða utanáliggjandi tæki til að horfa á sjónvarp. Mynd: Bára Huld Beck

Á undanförnum árum hefur þeim heimilum sem kaupa sjónvarpsþjónustu yfir svokallað IP-net, þar sem sjónvarpsútsendingu og annarri þjónustu er miðlað í gegnum myndlykla sem leigðir eru af fjarskiptafyrirtækjum, fækkað mikið. Frá byrjun árs 2018 og fram til loka árs 2022 fækkaði þeim til að mynda um 21.186, eða um 21 prósent. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um ellefu prósent. 

Í fyrra varð breyting á þessari þróun. Samkvæmt nýlega birtri tölfræðiskýrslu Fjarskiptastofu um íslenska fjarskiptamarkaðinn á árinu 2023 stóð fjöldi áskrifenda með sjónvarp yfir IP-net nánast í stað og var 79.316 í lok þess árs. Það eru 651 færri en ári áður. 

Tvö fyr­ir­tæki bjóða upp á mynd­lykla til að horfa á sjón­­varp yfir IP-­­net, Sím­inn og Vodafone, sem er hluti af Sýnarsamstæðunni. Áskrifendum Símans fækkaði í fyrra og markaðshlutdeild fyrirtækisins á þessum markaði lækkaði um rúm tvö prósentustig, niður í 58,1 prósent. Áskrifendum Vodafone fjölgaði að sama skapi um 1.422 milli ára. 

Ástæða þess að mynd­lyklunum hefur fækkað er sú að sífellt fleiri taka sjón­varps­þjón­ust­una sína í gegnum öpp, sem annaðhvort eru inn­byggð í nettengd sjón­vörp eða hægt er að nálg­ast í gegnum uta­n­áliggj­andi tæki, eins og til dæmis Apple TV eða sam­bæri­leg Android-­box. Með þeirri leið er hægt að nálg­ast ýmsar erlendar streym­isveitur sem starfa á Íslandi á borð við Netflix, Amazon Prime, Viaplay  og Disney+. Sím­inn, Sýn/Vodafone og Nova bjóða einnig upp á sjónvarpsþjónustuöpp sem hægt er að hlaða niður án end­ur­gjalds, bæði fyrir Apple og Android tæki, en þó ekki öll. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár