Í næsta mánuði er stefnt að því bókin Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær komi út á vegum forsætisráðuneytisins í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Vinnsla bókarinnar hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig því farga þurfti þeim eintökum sem höfðu verið prentuð vegna þess að forsætisráðherrann sem skrifaði formála bókarinnar var ekki lengur forsætisráðherra heldur var kominn nýr.
Hugarfóstur Katrínar
Útgáfa bókarinnar mun hafa verið hugarfóstur Katrínar Jakobsdóttur og tilkynnt var um að hún væri væntanleg í sumar þegar Katrín var enn forsætisráðherra, nánar tiltekið á nýjársdag.
Fjórum mánuðum síðar, í apríl, gaf Katrín aftur á móti út að hún ætlaði að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands og sagði af sér sem forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson tók við embættinu í hennar stað og var ákveðið að hann, sem forsætisráðherra, þyrfti að skrifa nýjan formála.
- they always come in handy” - Stanislaw Jerzy Lec