Það hefur þó ekki farið fram hjá Höllu Tómasdóttur, forstjóra B Team og forsetaframbjóðanda, að hún er af ýmsum máluð upp sem hluti af alþjóðlegri elítu sem eigi lítið sameiginlegt með hinum almenna Íslendingi. Samsæriskenningar um að hún gangi erinda alþjóðlegra stofnana og fyrirbæra sem vilji halda valdataumum í heiminum hafa það ekki heldur. „Mér hefur verið sagt að ég borði orma,“ segir Halla í viðtali við nýjasa tölublað Heimildarinnar. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinn hér til hliðar.
Hún segir það langt í frá að hún upplifi sig sem hluta af elítu. „Ég er alin upp af pípara sem var munaðarlaus og mömmu sem er ein af tíu systkinum sem ólst upp á Djúpavík á Ströndum. Þau þurftu svo sannarlega að hafa fyrir sínu lífi. Í systkinahópi mömmu voru tvö valin og studd til skólagöngu en …
Athugasemdir