Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Spjöldin komin upp

Þeg­ar kosn­ing­ar nálg­ast breyt­ast ótelj­andi dansk­ir ljósastaur­ar í aug­lýs­ingasúl­ur fyr­ir þá sem vilja þjóna fólk­inu, eins og það er orð­að. Nú stend­ur yf­ir eitt slíkt aug­lýs­inga­tíma­bil, kosn­ing­ar til Evr­ópu­þings­ins fara fram í júní. Strang­ar regl­ur gilda um kosn­inga­spjöld­in.

Auglýsingaspjald, veggspjald, plakat eða plaggat. Það er undir hælinn lagt hvert þessara fjögurra orða verður fyrir valinu þegar rætt er um þennan hlut sem fylgt hefur mannkyninu um aldir.

Í dag eru veggspjöldin, eins og skrifari kýs að komast að orði einkum notuð í auglýsingaskyni eða til að tilkynna eitt eða annað og sem veggskraut á heimilum. Innrömmuð, límd á glugga eða vegg eða á pappaspjald. Algeng stærð er 50 x 70 cm, en þau geta verið minni eða stærri.

Aldagömul saga

Veggspjöldin eiga sér aldagamla sögu. Vitað er að Rómverjar til forna notuðu tréspjöld til að koma á framfæri tilkynningum, þau voru fyrirrennari veggspjaldanna. Kínverjar og fleiri þjóðir kunnu sömuleiðis aðferðir til að prenta en þær aðferðir voru seinvirkar.

Uppfinning Gutenbergs (ca 1394 -1468) að raða saman lausum bókstöfum, sem hægt var að nota aftur og aftur, var bylting á þessu sviði og hann er þess vegna talinn upphafsmaður prentlistarinnar. Sagnfræðingar miða upphaf veggspjaldanna við þessa uppfinningu Gutenbergs, en notkun aðferðar hans varð útbreidd á 15. og 16. öld.

Litógrafía og ljósritun

Árið 1798 fann Alois Senefelder (fæddur í Prag 1771, lést í Munchen 1834) upp litógrafíutæknina (steinprentið) sem gjörbreytti möguleikunum til prentunar. Frakkinn Jules Chéret (1836 -1932) notfærði sér, og betrumbætti, tækni Senefelder og auglýsingaspjald hans vegna óperunnar Orfeus í undirdjúpunum frá 1858 er oft getið sem upphafs veggspjaldanna eins og við þekkjum þau í dag.

Ekki þarf að hafa mörg orð um þær miklu framfarir og breytingar í prenttækni sem orðið hafa á síðustu áratugum og nú getur nánast hver sem er prentað veggspjöld og hvað eina sem hverjum og einum sýnist. Þrátt fyrir allar breytingar sem orðið hafa á upplýsingamiðlun halda veggspjöldin alltaf velli og ekki þarf annað en líta í kringum sig, nánast hvar sem er, til að sannreyna það.

Dönsku kosningaspjöldin

Fyrsta kosningaveggspjald í Danmörku var gert fyrir flokk jafnaðarmanna, Socialdemokratiet, í aðdraganda þingkosninganna sem fóru fram 22. apríl 1918. Þetta voru fyrstu þingkosningarnar eftir breytingar á dönsku stjórnarskránni, grundloven, árið 1915 og fyrstu kosningarnar þar sem konur og vinnuhjú (tyende) höfðu rétt til að kjósa.

Fyrsta kosningaveggspjaldiðSpjaldið var gert í aðdraganda þingkosninga 1918.

Veggspjaldið var teikning í litum af ungabarni með móður sinni með yfirskriftinni „Giv slægternes mødre lysere kaar“ sem kannski mætti þýða „skapið ættmæðrunum betri aðstæður“. Höfundur myndarinnar var Thor Bøgelund (1890 -1959) sem síðar átti eftir að verða mjög þekktur á sínu sviði. Danir voru ekki upphafsmenn kosningaspjaldanna, þau voru þegar þekkt í mörgum löndum Evrópu. Veggspjöld voru mikilvægt innlegg í stjórnmálaumrótinu á heimsstyrjaldarárunum fyrri.

Gullöld kosningaspjaldanna

Danskir list- og sagnfræðingar tala iðulega um árin frá 1920 til 1960 sem gullöld dönsku kosningaspjaldanna. Margir þekktir listmenn þess tíma teiknuðu spjöldin sem mörg hver eru beinlínis listaverk. Eitt þekktasta kosningaspjald í danskri sögu er frá árinu 1935. Á spjaldinu er ljósmynd af Thorvald Stauning (1873 – 1942) sem var forsætisráðherra frá 1924 til 1926 og aftur frá 1929 til dauðadags 1942. 

ÞekktVeggspjald Stauning.

Þess má til gamans geta að Stauning var útlærður vindlaflokkunarmaður (velja samskonar lita vindla af sömu stærð í kassann eða pakkann) áður en hann sneri sér fyrir alvöru að stjórnmálunum. Kosningaspjaldið með myndinni af Stauning er fyrsta spjaldið sem gert var í Danmörku með ljósmynd af stjórnmálamanni.  

Breyttir tímar eftir 1960

Á sjöunda áratug síðustu aldar breyttust kosningaspjöldin. Í stað vandaðra teikninga, með slagorðum sýndi spjaldið iðulega aðeins flokksbókstaf auglýsandans. Sjónvarpið varð mikilvægasta verkfærið í kosningabaráttunni. Árið 1985 varð líka sú breyting á kosningalögunum að frambjóðendur gátu boðið sig fram í einstök sæti (líkt og tíðkast í dag) í stað þess að flokksstjórnin, eða flokksráðið, raðaði á listann.

Þessi breyting varð til þess að fjöldi atkvæða ræður röðinni á listanum. Þess vegna er áríðandi fyrir frambjóðendur að sýna andlit sitt sem víðast, ekki síst á kosningaspjöldunum. Þess vegna eru nær öll kosningaspjöld í dag með mynd af frambjóðanda ásamt listabókstaf flokksins.

Lög og reglur

Um uppsetningu og staðsetningu kosningaspjalda gilda ákveðin lög, og það er ekki bara einn lagabálkur sem þar kemur við sögu. Fyrst skal nefna lögin um vegi og götur, þá lög um einkavegi, einnig náttúruverndarlögin og loks umferðarlögin.

Kosningaspjöldin mega birtast kl. 12 á hádegi fjórum laugardögum fyrir kjördag og þau skulu vera á bak og burt átta dögum eftir kosningar, að viðlögðum sektum. Kosningaspjald má ekki vera stærra en 0,8 fermetrar.

Spjöldin má hengja upp á rafmagns- og ljósastaura, girðingar, limgerði og brúarhandrið. Spjöldin mega ekki vera neðar en í 2,3 metra hæð yfir hjólastíg eða gangstétt og fjarlægð frá efri brún spjalds að rafmagnsleiðslu, t.d á ljósastaur má ekki vera minni en 1,5, metri. Á opnum svæðum má ekki setja upp kosningaspjöld eða aðrar auglýsingar, nema með undantekningum. Hér hafa verið nefndar helstu reglur varðandi uppsetningu og fyrirkomulag kosningaspjaldanna.

Lengi vel var algengast að myndin væri prentuð á pappír sem svo væri límdur á þunnt krossviðarspjald, stærðin 80 x 60 cm. Að undanförnu hafa þunn plastspjöld, með áprentaðri mynd orðið algengari.

Skipta kosningaspjöldin máli?

Þessa spurningu lagði pistlaskrifari fyrir reyndan blaðamann á einu dönsku dagblaðanna fyrir nokkrum árum. Sá var ekki seinn til svars og sagði að svo ótrúlegt sem manni kynni að þykja það skipti spjöldin mjög miklu máli.

Fyrir all mörgum árum hefði einn flokkur ákveðið að sleppa spjöldunum „sá leikur hefur ekki verið endurtekinn“ sagði hinn reyndi blaðamaður og stjórnmálaskýrandi.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
4
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
8
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
9
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
10
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár