Seðlabanki Íslands boðaði skýrslu um starfsemi Eignasafns Íslands (ESÍ), félags sem tók yfir eignir og kröfur upp á 490 milljarða króna sem bankinn sat uppi með eftir bankahrunið, fyrir árslok 2018. Það var gert í kjölfar þess að félaginu, sem mikil leynd hefur verið yfir, var slitið á árinu 2017. Skila átti skýrslunni til bankaráðs Seðlabankans og hún átti að varpa heildarmynd á starfsemi ESÍ og dótturfélaga þess. Auk þess stóð til að taka saman hvert endanlegt tjón Seðlabankans af veðlánastarfsemi hans fyrir bankahrun hefði verið.
Nú, sex árum eftir að skýrslan var boðuð, er hún enn ekki komin út. Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, að hún sé langt komin en að verið sé að „uppfæra hana í samræmi við að síðasta innlenda félaginu sem tengt var við ESÍ var slitið á dögunum“.
Heimildin og fyrirrennarar hennar hafa ítrekað og árum saman …
Athugasemdir (1)