Sænska sjónvarpsstöðin TV4 birti á dögunum heimildarmynd í fréttaþættinum Kalla Fakta þar sem blaðamaður þáttarins afhjúpaði umsvifamikla notkun starfsmanna stjórnmálaflokks Svíþjóðardemókrata á svokölluðum tröllaher á samfélagsmiðlum fyrir kosningarnar árið 2018. Fulltrúi flokksins, Julian Kroon, játaði þetta í heimildarmyndinni, „þú gætir kallað þetta tröllaverksmiðju“.
Svíþjóðardemókratar eiga þannig að hafa ráðið um tíu manns í vinnu við að deila bæði hugðarefnum flokksins á samfélagsmiðlum, rífast um þau í athugasemdakerfum og taka þátt í að níða andstæðinga flokksins sem „net-hermenn“. Þá er flokkurinn sagður hafa rekið marga nafnlausa samfélagsmiðlaaðganga í gegnum fjölmiðladeild sína til að taka þátt í þessu líka. Aðgangarnir voru 23 talsins, samkvæmt umfjöllun TV4, á TikTok, Youtube, Instagram og Facebook. Samtals voru taldir 260 þúsund fylgjendur þeirra allra og margar milljónir manna sáu færslur þeirra.
Tröllin áttu að „finna skít“ á Kristilega demókrata
Tilraunir til að níða eða ófrægja andstæðinga Svíþjóðardemókrata voru sýndar. Joakim Wallerstein, stjórnandi fjölmiðladeildar flokksins, sást …
Athugasemdir