Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tröllaher Svíþjóðardemókrata ógnar minnihlutastjórn Svíþjóðar

TV4 af­hjúp­aði um­fangs­mikla notk­un Sví­þjóð­ar­demó­krata á trölla­verk­smiðj­um á sam­fé­lags­miðl­um til að dreifa fals­frétt­um og ófrægja póli­tíska and­stæð­inga flokks­ins. Rík­is­stjórn Sví­þjóð­ar stend­ur höll­um fæti í kjöl­far­ið.

Tröllaher Svíþjóðardemókrata ógnar minnihlutastjórn Svíþjóðar
Þegar allt lék í lyndi Árið 2022 þegar ríkisstjórnarsamstarfið var fyrst kynnt. Frá vinstri; Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, Kristersson, leiðtogi Moderaterna, Busch, leiðtogi Kristilegra demókrata og Pehrson, leiðtogi Frjálslyndra. Mynd: AFP

Sænska sjónvarpsstöðin TV4 birti á dögunum heimildarmynd í fréttaþættinum Kalla Fakta þar sem blaðamaður þáttarins afhjúpaði umsvifamikla notkun starfsmanna stjórnmálaflokks Svíþjóðardemókrata á svokölluðum tröllaher á samfélagsmiðlum fyrir kosningarnar árið 2018. Fulltrúi flokksins, Julian Kroon, játaði þetta í heimildarmyndinni, „þú gætir kallað þetta tröllaverksmiðju“. 

Svíþjóðardemókratar eiga þannig að hafa ráðið um tíu manns í vinnu við að deila bæði hugðarefnum flokksins á samfélagsmiðlum, rífast um þau í athugasemdakerfum og taka þátt í að níða andstæðinga flokksins sem „net-hermenn“. Þá er flokkurinn sagður hafa rekið marga nafnlausa samfélagsmiðlaaðganga í gegnum fjölmiðladeild sína til að taka þátt í þessu líka. Aðgangarnir voru 23 talsins, samkvæmt umfjöllun TV4, á TikTok, Youtube, Instagram og Facebook. Samtals voru taldir 260 þúsund fylgjendur þeirra allra og margar milljónir manna sáu færslur þeirra.

Tröllin áttu að „finna skít“ á Kristilega demókrata

Tilraunir til að níða eða ófrægja andstæðinga Svíþjóðardemókrata voru sýndar. Joakim Wallerstein, stjórnandi fjölmiðladeildar flokksins, sást …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár