Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tröllaher Svíþjóðardemókrata ógnar minnihlutastjórn Svíþjóðar

TV4 af­hjúp­aði um­fangs­mikla notk­un Sví­þjóð­ar­demó­krata á trölla­verk­smiðj­um á sam­fé­lags­miðl­um til að dreifa fals­frétt­um og ófrægja póli­tíska and­stæð­inga flokks­ins. Rík­is­stjórn Sví­þjóð­ar stend­ur höll­um fæti í kjöl­far­ið.

Tröllaher Svíþjóðardemókrata ógnar minnihlutastjórn Svíþjóðar
Þegar allt lék í lyndi Árið 2022 þegar ríkisstjórnarsamstarfið var fyrst kynnt. Frá vinstri; Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, Kristersson, leiðtogi Moderaterna, Busch, leiðtogi Kristilegra demókrata og Pehrson, leiðtogi Frjálslyndra. Mynd: AFP

Sænska sjónvarpsstöðin TV4 birti á dögunum heimildarmynd í fréttaþættinum Kalla Fakta þar sem blaðamaður þáttarins afhjúpaði umsvifamikla notkun starfsmanna stjórnmálaflokks Svíþjóðardemókrata á svokölluðum tröllaher á samfélagsmiðlum fyrir kosningarnar árið 2018. Fulltrúi flokksins, Julian Kroon, játaði þetta í heimildarmyndinni, „þú gætir kallað þetta tröllaverksmiðju“. 

Svíþjóðardemókratar eiga þannig að hafa ráðið um tíu manns í vinnu við að deila bæði hugðarefnum flokksins á samfélagsmiðlum, rífast um þau í athugasemdakerfum og taka þátt í að níða andstæðinga flokksins sem „net-hermenn“. Þá er flokkurinn sagður hafa rekið marga nafnlausa samfélagsmiðlaaðganga í gegnum fjölmiðladeild sína til að taka þátt í þessu líka. Aðgangarnir voru 23 talsins, samkvæmt umfjöllun TV4, á TikTok, Youtube, Instagram og Facebook. Samtals voru taldir 260 þúsund fylgjendur þeirra allra og margar milljónir manna sáu færslur þeirra.

Tröllin áttu að „finna skít“ á Kristilega demókrata

Tilraunir til að níða eða ófrægja andstæðinga Svíþjóðardemókrata voru sýndar. Joakim Wallerstein, stjórnandi fjölmiðladeildar flokksins, sást …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár