Alþýðusamband Íslands (ASÍ) telur þörf á því sem það kallar skynsamlegar aðgerðir í skattamálum. Í umsögn sambandsins um fimm ára fjármálaáætlun stjórnvalda segir að lögfestar skattkerfisbreytingar á árunum 2013 til 2019 hafi minnkað tekjur ríkisins um samanlagt 27 milljarða króna sé miðað við árið 2019. Í þeirri tölu séu ótalin áhrif af afnámi auðlegðarskatts, lækkun veiðigjalda, breytingum á tekjuskattkerfinu, lækkun bankaskatts og hækkun frítekjumarks fjármagnstekna. „Á það skal bent að fjármálaráð hefur velt því upp að vafi ríki um hvort tekjustofnar standi undir reglulegum útgjöldum hins opinbera.“
ASÍ segir að sambandið styðji að ráðist verði í endurskoðun á gjaldtöku ferðamanna, veiðigjalda og fiskeldisgjaldi með hækkun auðlindagjalda og að komugjöld verði sett á ferðamenn. „Þar er þörf á að búa til heildarramma um auðlindagjöld sem nær yfir nýtingu ólíkra auðlinda hvort sem er fiskveiði, fiskeldi og orkuvinnsla. Snýst þetta ekki einungis um tekjuöflun heldur að skapa mikilvæga sátt um skiptingu …
Athugasemdir (2)