Skipið var varla sjóhæft. Það hafði legið bundið við bryggju í rúm fjögur ár og á þeim tíma hafði ekkert viðhald farið fram á vélum eða siglingabúnaði. Fyrir örfáum dögum hafði hópi vélamanna og háseta úr gömlu áhöfninni verið smalað um borð í flýti og þeim sagt að hafa skipið tilbúið við fyrsta tækifæri, helst í gær. Hópurinn hafði gert sitt besta en þegar skipið lagði úr höfn rétt fyrir hádegi 30. janúar 1945 treysti Friedrich Petersen skipstjóri fleyi sínu enn varlega. Hann ákvað að sigla fremur rólega vestur eftir og töluvert frá ströndinni eftir viðurkenndri siglingaleið í stað þess að bruna á fullri ferð nánast í fjöruborðinu eins og Wilhelm Zahn vildi, en hann leit líka á sig sem skipstjóra um borð. Petersen óttaðist að slíka siglingu myndu skrokkurinn og vélarnar ekki þola og hann fékk að ráða.
Hvaða sigling var þetta?
Þess vegna var Wilhelm Gustloff um þrjátíu …
Athugasemdir