Ásdís Rán Gunnarsdóttir segir að framboð sitt til forseta sé hluti af kvenréttindabaráttu í líkingu við Druslugönguna. Hún segir oft verða samasemmerki á milli þess að ef fólk sitji fyrir fáklætt og sé kynþokkafullt og að fólki þyki viðkomandi vitlaust.
Ásdís Rán tók þátt í kappræðum í nýjasta þætti Pressu ásamt forsetaframbjóðendunum Ástþóri Magnússyni, Eiríki Inga Jóhannssyni og Viktori Traustasyni.
„Ég er að brjóta svolítið þessi gömlu gildi. Þið vitið það öll að þetta er svið sem enginn býst við að ég labbi inn á og taki þátt í forsetakosningum. Þetta er úrelt að konur geti ekki bæði verið sexí, verið í valdastöðum, geti verið í forsetastöðu og hvað sem er,“ segir Ásdís.
Sjálf segist hún hafa valið að vinna á sínu sviði vegna þess að það hæfi henni og hún sé góð í því. „Ég hefði getað orðið rosalega góður lögfræðingur. Ég hefði getað orðið læknir. Ég get alveg …
Athugasemdir