„Hversu gagnrýnisvert er að segja fokkaðu þér við aðra manneskju?“ Þetta er ein af þeim spurningum sem breski heimspekingurinn Rebecca Roache veltir fyrir sér í bók sinni um blótsyrði, For Fuck´s Sake: Why swearing is shocking, rude and fun, sem kom út fyrr á árinu. Svarið er: Það veltur á samhenginu.
Og já, já: Við megum alveg blóta ef svo ber undir segir Rebecca í svörum sínum við spurningum Heimildarinnnar um bókina: „Blótsyrði getað sjokkerað og hneykslað en þessi kraftur sem felst í þeim er tilkominn vegna þeirra ályktana sem við drögum af orðunum um hvert annað en ekki bara út af blótsyrðunum sem slíkum. Að blóta er oft dónalegt, en mjög sjaldan siðferðilega rangt. Við hugsum gjarnan um það að blóta sem eitthvað sem við eigum ekki að gera en það eru hins vegar miklar og vanmetnar jákvæðar afleiðingar af því að blóta.“
Um þessar …
Athugasemdir (1)