Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umhverfismati mölunarverksmiðju Heidelberg lokið

„Aug­ljós­lega“ mun ásýnd lands­ins vest­an Þor­láks­hafn­ar gjör­breyt­ast með til­komu um­fangs­mik­illa bygg­inga þar sem hæstu síló ná allt að 52 metra hæð, seg­ir Skipu­lags­stofn­un um áform­aða möl­un­ar­verk­smiðju Heidel­bergs.

Umhverfismati mölunarverksmiðju Heidelberg lokið
Sjónræn áhrif Síló mölunarverksmiðju Heidelberg yrðu 52 metrar á hæð. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metrar.

Auðsýnt er að með umbreytingu lands vestan við Þorlákshöfn, með landeldisstöðvum og mölunarverksmiðju, myndi það hafa í för með sér „margvísleg neikvæð áhrif á umhverfið“. Ásýnd svæðisins, sem er í dag lítt snortið, myndi gjörbreytast með tilkomu alls hins áformaða stóriðnaðar. Öll fyrirtækin myndu nýta grunnvatn á svæðinu, skerða nútímahraun og hafa veruleg sjónræn áhrif. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar á áformaðri mölunarverksmiðju þýska sementsrisans Heidelberg í Þorlákshöfn. Í álitinu er áhersla m.a. lögð á samlegðaráhrif alls þess iðnaðar sem áformaður er á sama svæði. 

Með áliti Skipulagsstofnunar er umhverfismati hinnar fyrirhuguðu verksmiðju lokið. Sveitarfélögum ber að hafa álitið til hliðsjónar við leyfisveitingar.

Heidelberg ætlar sér að nota móberg úr Litla-Sandfelli við framleiðsluna í verksmiðjunni. Hið malaða efni yrði sent utan með skipi og notað sem íblöndunarefni í sement. Námuvinnslan í Litla-Sandfelli yrði mjög umfangsmikil og á, miðað við áform Heidelbergs, að enda með því að fjallið hverfur.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Og engu orði er vikið að hugsanlegum kolefnisútblæstri. Ísland hefur samþykkt ákveðnar yfirlýsingar um lækkun CO2-útblásturs og nýjar framkvæmdir þyrftu að sjálfsögðu að vera kolefnishlutlausar eða að minnsta kosti ekki raska orkuskipti landsins. Hefur skipulagsstofnun athugað það eða hvaða stofnun þarf að gefa mat á þessu atriði?
    0
  • Þór Saari skrifaði
    Þökk sé Sif Friðleifsdóttur og Framsóknarflokknum sem eyðilögðu heimildir Skipulagsstofnunar til að stöðva svona glórulausar framkvæmdir, þá mun þetta fara í gegn. Auðlindaarðrán og náttúrueyðing er hér á fullri ferð og ekkert hægt að gera.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár