Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason eru ásamt Helgu Þórisdóttur með 2,4 prósenta fylgi, samanlagt.
Þetta kemur fram í nýrri kosningaspá Heimildarinnar sem birt er í blaðinu sem kom út í dag. Fyrirliggjandi skoðanakannanir eru þar teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosninga.
Lokasprettur kosningabaráttunnar er að hefjast. Forsetakosningar fara fram 1. júní næstkomandi og frambjóðendur hafa því þrjár vikur til að freista þess að ná eyrum kjósenda.
Í hádeginu í dag, föstudag, er komið að Ásdísi Rán, Ástþóri, Eiríki Inga og Viktori að mætast í kappræðum í Pressu, umræðuþætti Heimildarinnar.
Þátturinn er í beinni útsendingu á vef Heimildarinnar og hefst klukkan 12.
Athugasemdir