Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Halda vöxtum háum þrátt fyrir væntingar ráðherra

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands til­kynnti í morg­un um ákvörð­un sína að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um. Í til­kynn­ingu bank­ans kem­ur þó fram að ým­is­legt bend­ir til þess að verð­bólga muni halda áfram að lækka og nálg­ast markmið bank­ans inn­an ásætt­an­legs tíma.

Halda vöxtum háum þrátt fyrir væntingar ráðherra
Seðlabanki Íslands heldur stýrivöxtum óbreyttum Mynd: Golli

Stýrivextir Seðlabanka Íslands munu halda áfram að vera í 9,25 prósentum. Rétt í þessu tilkynnti peningastefnunefnd Seðlabankans um ákvörðun sína um að halda vöxtum bankans óbreyttum. Stýrivextir hafa ekki verið hærri síðan árið 2009.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir í 9,25 prósent í ágúst í fyrra. Með ákvörðun peningastefnunefndar í morgun liggur fyrir að stýrivextir munu haldast í þeim hæðum í heilt ár, enda næsti vaxtaákvörðunardagur ekki fyrr en 21. ágúst næstkomandi. 

Í tilkynningunni kemur fram að ýmislegt bendi til þess að verðbólga muni þróast í átt að markmiðum bankans, en í dag mælist hún sex prósent.

Hægt hefur á vexti innlendrar eftirspurnar og horfur eru á að hagvöxtur dragist saman á þessu ári. Í tilkynningu bankans er þó tekið fram að spenna í þjóðarbúskapnum sé meiri en áður var talið.

Hins vegar segir í tilkynningunni að enn sé óljóst um áhrif nýgerðra kjarasamninga og boðaðra aðgerða í ríkisfjármálum.„Þótt hægt hafi á vinnumarkaði er spenna enn til staðar sem gæti ýtt undir launaskrið með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu.“

Vonbrigði fyrir suma en viðbúið hjá öðrum

Flestir greiningaraðilar voru ekki vongóðir um vaxtalækkun, og spáðu því að vextirnir héldust áfram óbreyttir. Sú breyting hefur orðið á peningastefnunefndinni frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi að eina „dúfan“ í henni, en það heiti er notað yfir þá sem vilja beita mildari meðölum til að takast á við efnahagslegar aðstæður, er nú horfinn til annarra starfa. Það var Gunnar Jakobsson, einn varaseðlabankastjóra bankans, en hann hefur talað reglulega fyrir því að að lækka vexti síðustu mánuði. Í hans stað hefur tímabundið sest Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur og varaseðlabankastjóri í Seðlabankanum.

Tveir helstu ráðamenn þjóðarinnar, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tjáðu sig báðir um mögulegar vaxtabreytingar í gær. Bjarni sagði við Vísi að hann vonaðist til þess að Seðlabankinn myndi lækka vexti á morgun og að hann teldi að aðstæður væru til þess. Sigurður Ingi sagði við RÚV að aðstæður í efnahagslífinu ættu að gefa svigrúm til að lækka vexti.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Tveir helstu ráðamenn þjóðarinnar, þ.e. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson ættu ekki undir neinum kringumstæðum að tjá sig fyrr en eftir ákvörðun Seðlabanka sem á að vera sjálfstæð stofnun.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár