Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Halda vöxtum háum þrátt fyrir væntingar ráðherra

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands til­kynnti í morg­un um ákvörð­un sína að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um. Í til­kynn­ingu bank­ans kem­ur þó fram að ým­is­legt bend­ir til þess að verð­bólga muni halda áfram að lækka og nálg­ast markmið bank­ans inn­an ásætt­an­legs tíma.

Halda vöxtum háum þrátt fyrir væntingar ráðherra
Seðlabanki Íslands heldur stýrivöxtum óbreyttum Mynd: Golli

Stýrivextir Seðlabanka Íslands munu halda áfram að vera í 9,25 prósentum. Rétt í þessu tilkynnti peningastefnunefnd Seðlabankans um ákvörðun sína um að halda vöxtum bankans óbreyttum. Stýrivextir hafa ekki verið hærri síðan árið 2009.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir í 9,25 prósent í ágúst í fyrra. Með ákvörðun peningastefnunefndar í morgun liggur fyrir að stýrivextir munu haldast í þeim hæðum í heilt ár, enda næsti vaxtaákvörðunardagur ekki fyrr en 21. ágúst næstkomandi. 

Í tilkynningunni kemur fram að ýmislegt bendi til þess að verðbólga muni þróast í átt að markmiðum bankans, en í dag mælist hún sex prósent.

Hægt hefur á vexti innlendrar eftirspurnar og horfur eru á að hagvöxtur dragist saman á þessu ári. Í tilkynningu bankans er þó tekið fram að spenna í þjóðarbúskapnum sé meiri en áður var talið.

Hins vegar segir í tilkynningunni að enn sé óljóst um áhrif nýgerðra kjarasamninga og boðaðra aðgerða í ríkisfjármálum.„Þótt hægt hafi á vinnumarkaði er spenna enn til staðar sem gæti ýtt undir launaskrið með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu.“

Vonbrigði fyrir suma en viðbúið hjá öðrum

Flestir greiningaraðilar voru ekki vongóðir um vaxtalækkun, og spáðu því að vextirnir héldust áfram óbreyttir. Sú breyting hefur orðið á peningastefnunefndinni frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi að eina „dúfan“ í henni, en það heiti er notað yfir þá sem vilja beita mildari meðölum til að takast á við efnahagslegar aðstæður, er nú horfinn til annarra starfa. Það var Gunnar Jakobsson, einn varaseðlabankastjóra bankans, en hann hefur talað reglulega fyrir því að að lækka vexti síðustu mánuði. Í hans stað hefur tímabundið sest Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur og varaseðlabankastjóri í Seðlabankanum.

Tveir helstu ráðamenn þjóðarinnar, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tjáðu sig báðir um mögulegar vaxtabreytingar í gær. Bjarni sagði við Vísi að hann vonaðist til þess að Seðlabankinn myndi lækka vexti á morgun og að hann teldi að aðstæður væru til þess. Sigurður Ingi sagði við RÚV að aðstæður í efnahagslífinu ættu að gefa svigrúm til að lækka vexti.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Tveir helstu ráðamenn þjóðarinnar, þ.e. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson ættu ekki undir neinum kringumstæðum að tjá sig fyrr en eftir ákvörðun Seðlabanka sem á að vera sjálfstæð stofnun.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár