Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Á vettvangi fékk Jóhannes Kr. Kristjánsson að fylgja Birgi Erni Guðjónssyni, sem einnig er þekktur sem Biggi lögga, við rannsókn á máli einu.
Málið hverfist um það að fjölskylda 12 ára stúlku í mjög viðkvæmri stöðu komst að því að stúlkan hafði verið í sambandi við fullorðinn karlmann. Virtist hann vera að nýta sér hana í kynferðislegum tilgangi gegn því að láta hana hafa eitthvað í staðinn. „Þetta er eitthvað sem þarf að grípa hratt og vel,“ sagði Birgir.
Hann hafði verið í sambandi við móður stúlkunnar og í kjölfarið fengið síma hennar til að afla gagna, reyna að komast að því hver meintur gerandi væri og hvar hann væri staddur.
Maðurinn eftirlýstur í sínu heimalandi
Birgir skýrir að stóra atriðið sé þó að grípa stúlkuna. „Við erum með unga stelpu sem er í viðkvæmri …
Athugasemdir