Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 31. maí 2024 — Hver er karlinn? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 31. maí.

Spurningaþraut Illuga 31. maí 2024 — Hver er karlinn? — og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hver er þessi karl?

Seinni mynd:

Hver er þessi kona?

Almennar spurningar: 

  1. Hin 45 ára Stephanie A. Gregory Clifford hefur heldur betur verið í sviðsljósinu í Bandaríkjunum og víðar í sumar. En ekki undir því nafni heldur kallar hún sig ...
  2. Árið 105 ET var eiginlegur pappír búinn til í fyrsta sinn í ... hvaða landi?
  3. Í hvaða kaupstað bjó Geirfinnur Einarsson þegar hann hvarf fyrir 50 árum?
  4. Hvaða landi tilheyrir eyjan Korfu?
  5. Tvö lönd hafa oftast unnið meistaramót Suður-Ameríku, Copa America, en sú keppni fer fram í sumar. Löndin hafa unnið 15 sinnum hvort, og er Argentína annað en hitt er ... hvað?
  6. Hvað heitir eiginkona Joe Bidens Bandaríkjaforseta?
  7. Hákarlinn sem lifir við Ísland heitir á latínu Somniosus microcephalus en er á ensku nefndur eftir tilteknu landi. Hvaða landi?
  8. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur skrifað þriggja binda ævisögur um tvo merka menn sem uppi voru á fyrri hluta 20. aldar. Önnur trílógían er um mjög umdeildan pólitíkus og ráðherra. Hver var sá?
  9. Sú seinni er um skáldjöfur einn, sem þó fékkst líka við ýmsan veraldlegan starfa og hét ...
  10. Mari Järsk sigraði fyrr í mánuðinum í hlaupi sem kallað er ... hvað?
  11. Hvað heitir höfuðborgin í Eistlandi?
  12. Hve margar geimferjur Bandaríkjamanna fórust við notkun?
  13. Hvaða frægi leikstjóri stýrði myndinni Dunkirk 2017?
  14. Unglingaskáldsagan Hrím er tilnefnd til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir 2024. Höfundur hefur skrifað fjölda bóka að undanfarna, þar á meðal af dulrænu tagi, og heitir ...
  15. Hvað nefndist næsthæsta fjall jarðar?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti á æskuárum. Á neðri myndinni er Sigurlaug Margrét útvarps- og sjónvarpskona.

Svör við almennum spurningum:
1.  Stormy Daniels.  —  2.  Kína.  —  3.  Keflavík.  —  4.  Grikklandi.  —  5.  Úrúgvæ.  —  6.  Jill.  —  7.  Grænlandi.  —  8.  Jónas frá Hriflu.  —  9.  Einar Benediktsson.  —  10.  Bakgarðahlaup.  —  11.  Tallin.  —  12.  Tvær.  —  13.  Nolan.  —  14.  Hildur Knútsdóttir.  —  15.  K2.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár