Seinni mynd:
Hver er þessi kona?
Almennar spurningar:
- Hin 45 ára Stephanie A. Gregory Clifford hefur heldur betur verið í sviðsljósinu í Bandaríkjunum og víðar í sumar. En ekki undir því nafni heldur kallar hún sig ...
- Árið 105 ET var eiginlegur pappír búinn til í fyrsta sinn í ... hvaða landi?
- Í hvaða kaupstað bjó Geirfinnur Einarsson þegar hann hvarf fyrir 50 árum?
- Hvaða landi tilheyrir eyjan Korfu?
- Tvö lönd hafa oftast unnið meistaramót Suður-Ameríku, Copa America, en sú keppni fer fram í sumar. Löndin hafa unnið 15 sinnum hvort, og er Argentína annað en hitt er ... hvað?
- Hvað heitir eiginkona Joe Bidens Bandaríkjaforseta?
- Hákarlinn sem lifir við Ísland heitir á latínu Somniosus microcephalus en er á ensku nefndur eftir tilteknu landi. Hvaða landi?
- Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur skrifað þriggja binda ævisögur um tvo merka menn sem uppi voru á fyrri hluta 20. aldar. Önnur trílógían er um mjög umdeildan pólitíkus og ráðherra. Hver var sá?
- Sú seinni er um skáldjöfur einn, sem þó fékkst líka við ýmsan veraldlegan starfa og hét ...
- Mari Järsk sigraði fyrr í mánuðinum í hlaupi sem kallað er ... hvað?
- Hvað heitir höfuðborgin í Eistlandi?
- Hve margar geimferjur Bandaríkjamanna fórust við notkun?
- Hvaða frægi leikstjóri stýrði myndinni Dunkirk 2017?
- Unglingaskáldsagan Hrím er tilnefnd til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir 2024. Höfundur hefur skrifað fjölda bóka að undanfarna, þar á meðal af dulrænu tagi, og heitir ...
- Hvað nefndist næsthæsta fjall jarðar?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti á æskuárum. Á neðri myndinni er Sigurlaug Margrét útvarps- og sjónvarpskona.
Svör við almennum spurningum:
1. Stormy Daniels. — 2. Kína. — 3. Keflavík. — 4. Grikklandi. — 5. Úrúgvæ. — 6. Jill. — 7. Grænlandi. — 8. Jónas frá Hriflu. — 9. Einar Benediktsson. — 10. Bakgarðahlaup. — 11. Tallin. — 12. Tvær. — 13. Nolan. — 14. Hildur Knútsdóttir. — 15. K2.
Athugasemdir (1)