Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 24. maí 2024 — Hver er konan? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 24. maí.

Spurningaþraut Illuga 24. maí 2024 — Hver er konan? — og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hvað heitir konan?

Seinni mynd: Hvaða fjall er þetta? Svarið þarf að vera nákvæmt.

Almennar spurningar:

  1. Hvað heitir höfuðborg Írlands?
  2. Hversu margir voru riddararnir ógurlegu sem koma við sögu í Opinberunarbók Biblíunnar?
  3. Hver orti vísuna frægu: „Fljúga hvítu fiðrildin / fyrir utan gluggann,“ o.s.frv.?
  4. Friðrik nokkur tók við konungstign í Danmörku nýlega. Númer hvað er hann?
  5. Hvaða ár stigu menn fyrst á tind Everestfjalls, svo vitað sé? Skeika má einu ári.
  6. Hver lék aðal karlhlutverkið í myndinni Terminator frá 1984?
  7. Um munn þess leikara fór frægur frasi þegar hann kvaddi á lögreglustöð einni, og hefur oft verið notaður síðan. Hvernig var frasinn?
  8. Hver skrifaði skáldsöguna Austurlandahraðlestina?
  9. Hver þýddi Hómerskviður á óbundið mál á 19. öldinni?
  10. Claude Monet var franskur listamaður. Hvaða listgrein stundaði hann?
  11. Með hvaða fótboltaliði hefur Jóhann Berg Guðmundsson leikið að undanförnu?
  12. Félagsmálaráðherra. Heilbrigðisráðherra. Innviðaráðherra. Matvælaráðherra. Menntamálaráðherra. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Umhverfis- og auðlindaráðherra. Hverju af þessum ráðherraembættum hefur Svandís Svavarsdóttir EKKI gegnt?
  13. Hvað heitir höfuðborgin í Ástralíu?
  14. Joni Mitchell, Justin Bieber, Drake, Avril Lavigne, Neil Young og Alanis Morrisette. Hver af þessum tónlistarmönnum er frá Kanada?
  15. Hvaða fjörður á Íslandi er sagður nefndur eftir biskupi á Suðureyjum við Skotlandsstrendur?


Svör við myndaspurningum:
Mary heitir konan á fyrri myndinni, hún er Danadrottning. Á neðri myndinni er Öræfajökull. Vatnajökull dugar ekki.

Svör við almennum spurningum:
1.  Dublin.  —  2.  Fjórir.  —  3.  Sveinbjörn Egilsson.  —  4.  Tíu.  —  5.  1953, svo rétt er 1952–1954.  —  6.  Schwarzenegger.  —  7.  „I'll be back.“  —  8.  Agatha Christie.  —  9.  Sveinbjörn Egilsson.  —  10.  Málaralist.  —  11.  Burnley. Hann er að vísu að hætta núna. —  12.  Hún hefur aldrei verið félagsmálaráðherra (var menntamálaráðherra í fæðingarorlofi Katrínar Jakobsdóttur).  —  13.  Canberra.  —  14.  Þau eru öll kanadísk.  —  15.  Patreksfjörður.
Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    Nánast fullt hús í dag. 14/15 + 2. Það var bara árans fótboltinn sem kostaði stig...
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár