Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.

Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
Kendrick Lamar og Drake voru í fyrstu vinir en þeim vinskap lauk fyrir tólf árum. Nú hefur fjandskapur þeirra náð hámarki og sett bandarísku rappsenuna á hliðina.

Það andar köldu á milli rapparanna Drake og Kendrick Lamar. Um þessar mundir keppast listamennirnir tveir við að gefa út hvert lagið á fætur öðru þar sem þeir fara ófögrum orðum um hvorn annan.

Yfir helgina sem leið hefur Kendrick Lamar gefið út tvö svokölluð diss-lög (e. diss track), Meet the Grahams og lagið Not Like Us. Í hinu síðarnefnda lagi sakar Kendrick Lamar andstæðing sinn um að vera barnaníðingur. 

Sögusagnir og orðrómar um óviðeigandi samskipti Drake við ungar stúlkur hafa verið á kreiki um nokkurt skeið. Til að mynda vakti náinn vinskapur Drake og leikkonunnar Millie Bobby Brown mikla athygli á sínum tíma. Þau kynntust árið 2017 þegar leikkonan var einungis fjórtán ára gömul og áttu þau í reglulegum samskiptum í gegnum smáskilaboð, sem mörgum hefur þótt tortryggilegt.

Níu lög á tveimur mánuðum

Rapparanir tveir hafa skipst á pílum í rúman áratug en nú virðist ágreiningur þeirra hafa …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár