Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
Þakklátur Davíð Oddsson segist þakklátur fyrir kynni sín af Séra Friðriki og að stytta af honum hafi verið tekin niður af ofstækisfólki til að selja bók. Mynd: Skjáskot

Þetta skrifar Davíð Oddsson, annar ritstjóri Morgunblaðsins, í Reykjavíkurbréfi blaðsins í dag. Þar vísar hann í ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur sem samþykkti í nóvember í fyrra að láta taka niður stytta af Séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda kristnu æskulýðsfélaganna KFUM og KFUK á Íslandi, sem staðsett var á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs. 

Tilefnið var að í bókinni „Séra Friðrik og drengirnir hans“ eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing og blaðamann komu fram ásakanir á hendur Friðriki um kynferðislegt áreiti og ofbeldi sem hann er sagður hafa beitt drengi. Í kjölfar útgáfu bókarinnar komu fram fleiri frásagnir af brotum Friðriks, meðal annars í Heimildinni.

Styttan var tekin niður eftir að Reykjavíkurborg leitaði umsagna KFUM og KFUK annars vegar og Listasafns Reykjavíkur hins vegar, um hvort taka ætti minnismerkið af stalli. Umsagnirnar hnigu báðar í sömu átt, að tala ætti minnismerkið niður. 

FjarlægðStyttan af Séra Friðriki og litla drengnum var fjarlægð í janúar síðastliðnum og er nú í geymslu.

Algjör samstaða var í borgarráði um að láta fjarlægja styttuna, sem var af Séra Friðriki og ótilgreindum litlum dreng. Fulltrúar allra flokka sem þar sitja samþykktu að hún yrði tekin niður, en Séra Friðrik var hífður af stalli í janúar síðastliðnum.

Peningalausir sem þykjast betri en annað fólk

Davíð, sem er fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, forsætisráðherra og seðlabankastjóri ásamt því að hann var formaður Sjálfstæðisflokksins í um fjórtán ár, segir í Reykjavíkurbréfinu að hann hafi verið hallur undir KFUM og sé þakklátur fyrir að hafa kynnst Séra Friðriki, þótt hann væri vel við aldur þegar kynni þeirra hófust. Hann segir styttuna hafa verið tekna niður til að selja bók, sem þó hafi ekki gengið vel. „Þúsundir ungmenna, nú fyrir löngu fullveðja menn, könnuðust ekki við þetta tal. Erlendis er þessi tegund af ofstæki, „WOKE“, nýtt um hegðun fólks, sem notar hvert tækifæri til að þykjast betra en annað fólk, og sönnunarmerkið að vera meira „politically correct“ en annað fólk og peningalausara.“

Davíð líkir stöðunni svo við það sem átt hefur sér stað í Bandaríkjunum þar sem „standmyndir af afreksmönnum fyrir tugum eða hundruðum ára [séu] sprengdar í tætlur af WOKE, af því að einhver taldi styttuna stangast á við sjónarmið í núinu. Haft var til réttlætingar að viðkomandi hafi ekki verið fullkominn í öllum greinum.“

Alls hafa rúmlega 160 styttur og annarskonar minnisvarðar verið fjarlægðir úr almannarýmum í Bandaríkjunum, og þorri þeirra hefur verið fjarlægður á síðasta tæpa áratug. Flestar voru stytturnar í þeim hluta Bandaríkjanna sem áður tilheyrðu Suðurríkjasambandinu þar sem aðskilnaðarstefna milli hvítra og svartra, sem fól í sér skert réttindi og lífsgæði fyrir síðarnefnda hópinn, var lengi vel lögfest og viðurkennd.

Allur gangur er á því hvernig niðurrifinu hefur verið háttað. Stundum hafa ríki eða sveitarfélög haft frumkvæði að því, en stundum hafa mótmælendur einfaldlega fjarlægt stytturnar eða minnisvarðanna sjálfir. 

Reistar til að ógna svörtum

Þrýstingur á að fjarlægja stytturnar eða minnisvarðanna jókst mikið eftir að Dylann Roof myrti níu manns í kirkju svartra í Charleston í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum þann 17. júní árið 2015. Roof, sem var dæmdur til dauða fyrir hatursglæp, sagðist hafa framið ódæðið til að hvetja til þess að aðskilnaðarstefna milli hvítra og svartra í Bandaríkjunum yrði endurvakin og að hann hafi jafnvel viljað hefja kynþáttastríð. Málstaður þeirra sem vildu losna við stytturnar fékk enn meiri byr í seglin eftir að George Floyd var myrtur af hvíta lögreglumanninum Derek Chauvin í maí 2020, en morðið á honum leiddi umfangsmestu mótmæla í Bandaríkjunum í áratugi.

Þeir sem tala fyrir af styttur verði fjarlægðar úr opinberum rýmum segja að þær hafi ekki verið reistar sem minnisvarðar heldur til að ógna svörtum íbúum Bandaríkjanna, sérstaklega í Suðrinu, eftir borgarastyrjöldina í Bandaríkjunum, sem einnig er nefnt Þrælastríðið, og staðfesta yfirburði hvítra. 

Andstæðingar þess að fjarlægja minjarnar telja að með því sé verið að afmá söguna og að í því felist virðingarleysi fyrir arfleið Bandaríkjanna. Hvítir þjóðernissinnar og nýnasistahópar hafa mótmælt niðurrifinu sérstaklega og í sumum Suðurríkjum Bandaríkjanna hafa verið samþykkt lög sem vernda minnisvarða í opinberum rýmum frá því að vera rifnir niður.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JHÞ
    Jóhann Hjalti Þorsteinsson skrifaði
    er einhver til í að taka lyklaborðið hans DO úr sambandi?
    0
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Er ekki öllum sama hvað þessi afdankaði íhaldsboli er að rymja.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ég er þakklát fyrir að Davíð ræður engu lengur.
    1
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það er tilvalið að koma Stittunu fyrir i Hadegismoum hja Höfuðstöðvum Moggans
    Þa getur DO tekið gleði sina a ny.
    2
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Sjálfsagt er að fjarlæga styttur af trúarofstækis mönnum sem dreyfðu stórhættulegum hindurvitnum meðal saklausra barna, sem fylgir of nær ólæknandi heilaskaði. Skiljanlegt að þær hafi verið látna standa meðan mesti trúarofstækis maður allra bókmennta, hér kallaður Jesú, er tilbeðinn af sérstakri ríkisstofnun á 21. öld.
    -1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Legg til að styttuhausinn af Davíð í ráðhúsinu verði fjarlægður vegna fyrri og núverandi starfa hans = gaf óreiðupésum Landsbanka/Búnaðarbanka-helsti hrunverjinn-helsti þræll auðvaldsins-afhenti Kaupþings-bófunum síðasta gjaldeyri þjóðarinnar-helsti dritstjórinn.
    1
  • skrifaði
    Það væri kannski hægt að taka þennan mótþróa DO við brottflutning á styttunni á annað plan með því að taka frá skika þar sem safnað væi saman minnisvörðum um helstu illmenni þjóðarinnar að mati lýðsins þar sem fólk gæti fengið útrás fyrir reiði sína og vanlíðan með því að kasta skít að minnisvörðunum, eins konar "meinhorn";-)
    3
  • Helga Ingadóttir skrifaði
    Styttur hafa sögulega merkingu, ekki endilega góða. Eigum við að útrýma sögulegum minnisvörðum? Er ekki nóg að merkja þær vel og tilgreina fyrir hverju þær standa, góðu eða illu?
    0
    • Magnus Magnusson skrifaði
      Það er víst lítið af styttum af Hitler í Þýskalandi.
      3
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Hvaða máli skiptir hvað Davíð finnst. Afhverju að skrifa frétt um hann ?
    14
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sr. Friðrik og drengirnir

Forsetaembættið getur ekki afturkallað fálkaorðu séra Friðriks
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

For­seta­embætt­ið get­ur ekki aft­ur­kall­að fálka­orðu séra Frið­riks

Ein­ung­is er hægt að að aft­ur­kalla rétt fálka­orðu­hafa sem eru á lífi til að bera orð­una. Þeg­ar orðu­haf­ar falla frá fell­ur rétt­ur­inn til að bera orð­una nið­ur. Dæmi er um að rétt­ur­inn til að bera fálka­orð­una hafi ver­ið aft­ur­kall­að­ur en þetta mun ekki að ger­ast í til­felli séra Frið­riks Frið­riks­son­ar.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
6
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár