Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs högnuðust Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion Banki samanlagt um rétt tæplega 17 milljarða króna. Í samanburði við hagnaðinn sem viðskiptabankarnir þrír skiluðu á fyrsta ársfjórðungi í fyrra, er þetta nokkuð minni hagnaður eða sem nemur rúmlega þremur milljörðum króna.
Landsbankinn skilar mestum hagnaði á þessum fjórðungi, eða um 7,7 milljörðum króna. Íslandsbanki kemur þar á eftir með 5,4 milljarða króna hagnað og Arion rekur lestina með 4,4 milljarða króna hagnað.
Jarðhræringar á Reykjanesi ýta undir virðisrýrnun útlána
Í árshlutareikningum sem bankarnir birtu fyrir skömmu eru jarðhræringarnar á Reykjanesi sagðar hafa haft töluverð áhrif á afkomu bankanna á fyrstu mánuðum ársins. Áhrifin komi einna helst fram í virðisrýrnun á útlánum bankanna.
Í tilkynningu Landsbankans vegna birtingar á árshlutareikningi bankans segir að „virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 2,7 milljarða króna, en þar af er um 2,0 …
Athugasemdir