Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ástandið í Grindavík dró úr gróða stóru bankanna

Dreg­ið hef­ur úr hagn­aði hjá þrem­ur stærstu við­skipta­bönk­un­um. Í árs­hluta­skýrsl­um sem bank­arn­ir þrír birtu ný­lega má sjá að arð­semi eig­in­fjár hjá bönk­un­um þrem­ur er und­ir 10 pró­sent­um. Í til­felli Ís­lands­banka og Lands­banka, sem rík­ið á hlut í, er hlut­fall­ið und­ir þeim kröf­um sem rík­ið ger­ir til þeirra. Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nes eru með­al ann­ars tald­ar hafa haft áhrif á af­komu bank­anna.

Ástandið í Grindavík dró úr gróða stóru bankanna
Jarðhræringar og eldgos Grindavík var rýmd 10. nóvember í fyrra og síðan þá hefur ítrekað gosið við bæinn. Hraun flæddi inn fyrir bæjarmörkin og íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Þessi staða hefur bein áhrif á afkomu stóru viðskiptabankanna þriggja. Mynd: Björn Oddsson/almannavarnir

Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs högnuðust Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion Banki samanlagt um rétt tæplega 17 milljarða króna. Í samanburði við hagnaðinn sem viðskiptabankarnir þrír skiluðu á fyrsta ársfjórðungi í fyrra, er þetta nokkuð minni hagnaður eða sem nemur rúmlega þremur milljörðum króna. 

Landsbankinn skilar mestum hagnaði á þessum fjórðungi, eða um 7,7 milljörðum króna. Íslandsbanki kemur þar á eftir með 5,4 milljarða króna hagnað og Arion rekur lestina með 4,4 milljarða króna hagnað. 

Jarðhræringar á Reykjanesi ýta undir virðisrýrnun útlána

Í árshlutareikningum sem bankarnir birtu fyrir skömmu eru jarðhræringarnar á Reykjanesi sagðar hafa haft töluverð áhrif á afkomu bankanna á fyrstu mánuðum ársins. Áhrifin komi einna helst fram í virðisrýrnun á útlánum bankanna.

Í tilkynningu Landsbankans vegna birtingar á árshlutareikningi bankans segir að „virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 2,7 milljarða króna, en þar af er um 2,0 …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár