samkvæmt nýrri kosningaspá Heimildarinnar mælist Arnar Þór Jónsson með 3,4 prósent og 1,5 prósent segjast ætla að kjósa Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Helga Þórisdóttir er í hópi fimm frambjóðenda sem mælast samtals með 2,5 prósents fylgi samkvæmt kosningaspánni.
Í hádeginu í dag, föstudag, er komið að þeim Arnari Þór Jónssyni, Helgu Þórisdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur að mætast í kappræðum í Pressu, umræðuþætti Heimildarinnar. Þátturinn er í beinni útsendingu á vef Heimildarinnar og hefst klukkan 12.
Þeir fjórir frambjóðendur sem mælst hafa með mest fylgi í kosningaspá Heimildarinnar mættust í kappræðum í Pressu fyrir viku síðan. Þau eru Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, og Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. Hægt er að horfa á þann þátt hér að neðan:
Athugasemdir