Lítið má út af bregða til þess að markmið nýrrar fjármálaáætlunar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir Alþingi fyrir skömmu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri álitsgerð Fjármálaráðs sem leggur mat á efnahagslegar forsendur nýrrar fjármálaáætlunar fyrir árin 2025 til 2029.
Þrátt fyrir að Fjármálaráð telji að ýmislegt hafi áunnist varðandi undirbúning og framsetningu áætlana um opinber fjármál, finna skýrsluhöfundar að ýmsu í áætluninni eins og hún birtist í núverandi mynd.
Til að mynda telur Fjármálaráð að ríkið ætti frekar að gera ráð fyrir óvæntum áföllum í áætlanagerð sinni. Í ljósi þess sem undan hefur gengið telja höfundar „óvænt áföll vera reglu en ekki undantekningu í íslensku hagkerfi.“
En þess ber að geta að allt frá gjaldþroti WOW air árið 2019 hefur verið halli á ríkissjóði og gert er ráð fyrir …
Athugasemdir (1)