Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

835 leituðu til Stígamóta í fyrra

Í fyrra leit­uðu alls 835 ein­stak­ling­ar til Stíga­móta í 3.264 við­töl. 376 voru að koma i fyrsta sinn. Körl­um sem sóttu Stíga­mót fjölg­aði á milli ára, úr 7,1% í 11,4% og telja sam­tök­in það tengj­ast mik­illi um­ræðu um þjóð­þekkta menn sem nídd­ust á börn­um á síð­asta ári.

835 leituðu til Stígamóta í fyrra

„Ef þú beitir kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi er líklegast að þú gerir það inni á þínu eigin heimili. Þú ert ekkert endilega undir áhrifum áfengis eða vímuefna en þó kemur það fyrir og það eru 95% líkur á að þú sért karlmaður. Það er líklegast að þú sért af íslensku bergi brotinn (76,6%) og að þú þekkir manneskjuna sem þú brýtur gegn, sennilega ertu vinur, kunningi eða maki.“

Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr nýútgefinni ársskýrslu Stígamóta ársins 2023. Í fyrra komu alls 835 einstaklingar í 3.264 viðtöl, þar af voru 376 að koma í fyrsta sinn til Stígamóta. Frá upphafi hefur 11.101 einstaklingur leitað aðstoðar hjá Stígamótum. Ofbeldismennirnir teljast vera 15.673 en eru væntanlega færri þar sem einhverjir þeirra hafa beitt fleiri en einn einstakling ofbeldi.

Í ársskýrslunni kemur fram að algengast er að fólk leiti til samtakanna til að vinna úr afleiðingum nauðgunar (69,5%) en kynferðisbrot gegn barni fylgir fast á hælana (52,1%). Körlum sem sóttu Stígamót fjölgaði á milli ára, úr 7,1% í 11,4%. „Getur það verið vegna mikillar umræðu um þjóðþekkta menn sem níddust á börnum á síðasta ári,“ segir í fréttatilkynningu Stígamóta. Sem fyrr eru það hins vegar konur sem eru helst brotaþolar kynbundins og kynferðislegs ofbeldis og þá einkum ungar konur.

Biðlisti eftir fyrsta viðtali styttist á milli ára í fyrsta sinn í þrjú ár. Enn voru þó 179 á biðlista um síðustu áramót sem samtökin segja ekki ásættanlegt því það getur þýtt þriggja mánaða bið eftir fyrsta viðtali.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár