Spurningaþraut Illuga 3. maí 2024 — Hvað heitir þessi afmælisdrengur? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 3. maí.

Spurningaþraut Illuga 3. maí 2024 — Hvað heitir þessi afmælisdrengur? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Þessi söngkarl fæddist 3. maí 1903. Hvað hét hann?

Seinni mynd: Fimm árum áður en karlinn á fyrri myndinni fæddist 3. maí 1898, fæddist þessi kona í Kyiev í Úkraínu. Hvað hét hún?

Almennar spurningar: 

  1. Á þessum degi árið 1979 vinnur Margaret Thatcher kosningar á Bretlandi og verður forsætisráðherra. Hvaða viðurnefni ávann hún sér?
  2. En hvaða menntun hafði Thatcher?
  3. Þann 3. maí 1469 fæddist ítalskur maður að nafni Niccolò Machiavelli í ... hvaða borg?
  4. Hvað heitir langfrægasta bókin sem hann skrifaði?
  5. Þann 3. maí 1481 lést Tyrkjasoldáninn Mehemt sigurvegari. Við hvaða sigur – tæpum 30 árum fyrr – var hann kenndur?
  6. Þann 3. maí 1715 varð sólmyrkvi í Norður-Evrópu eins og stjarnvísindamaður einn hafði spáð fyrir um. Við hann er kennt annað fyrirbæri á stjörnuhimninum sem birtist enn sjaldnar en sólmyrkri eða á tæplega 80 ára fresti. Hvað hét karlinn?
  7. Fótboltakarl sem heldur í dag upp á 59 ára afmæli sitt skoraði mark í mjög óvæntum sigri lands síns á EM 1992. Hvaða lands?
  8. Þann 3. maí 1791 var fyrsta nútímalega stjórnarskráin í Evrópu tekin í notkun í ríki sem hvarf svo af landakortinu fáum árum síðar. Hvaða land var það?
  9. Á þessum degi 1937 fékk Margaret Mitchell Pulitzer-verðlaun fyrir gríðarlega vinsæla skáldsögu sem heitir ... hvað?
  10. Hvaða stjörnumerki dýrahringsins er í gangi í dag?
  11. Þann 3. maí 1802 var nafnið á nýrri borg skráð en hún varð svo höfuðborg í nýju ríki er brátt varð mjög víðlent. Hver var borgin?
  12. Á þessum degi 1921 skiptu Bretar tilteknu yfirráðasvæði í norður- og suðurhluta en sú skipting varð tilefni togstreitu, átaka og manndrápa þar til fyrir örfáum áratugum. Hvaða svæði var þetta?
  13. Á þessum degi árið 2007 hvarf manneskja sem síðan hefur verið ákaft leitað, þó lítil von sé talin til að hún finnist á lífi. Hvað heitir manneskjan?
  14. Á þessum degi 1997 kom út í USA lagið Hypnotize með rappara sem átti þá aðeins tæpar vikur eftir ólifaðar. Hann kallaði sig The Notorious ... hvað?
  15. Á þessum degi fyrir ári drap byssumaður níu nemendur og öryggisvörð í evrópskri höfuðborg þar sem slíkar árásir voru algjör nýlunda. Hvaða höfuðborg?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Bing Crosby söngvari. Á þeirri seinni er Golda Meir.

Svör við almennum spurningum:
1.  Járnfrúin.  —  2.  Efnafræðingur.  —  3. Flórens.  —  4.  Furstinn.  —  5.  Tyrkir náðu Konstantínópel.  —  6.  Halley.  —  7.  Danmörk.  —  8. Pólland.  —  9.  Gone With the Wind.  —  10.  Nautið.  —  11.  Washington.  —  12.  Írland.  —  13.  Madeleine (McCann).  —  14.  B.I.G.  —  15.  Belgrad.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu