Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 3. maí 2024 — Hvað heitir þessi afmælisdrengur? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 3. maí.

Spurningaþraut Illuga 3. maí 2024 — Hvað heitir þessi afmælisdrengur? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Þessi söngkarl fæddist 3. maí 1903. Hvað hét hann?

Seinni mynd: Fimm árum áður en karlinn á fyrri myndinni fæddist 3. maí 1898, fæddist þessi kona í Kyiev í Úkraínu. Hvað hét hún?

Almennar spurningar: 

  1. Á þessum degi árið 1979 vinnur Margaret Thatcher kosningar á Bretlandi og verður forsætisráðherra. Hvaða viðurnefni ávann hún sér?
  2. En hvaða menntun hafði Thatcher?
  3. Þann 3. maí 1469 fæddist ítalskur maður að nafni Niccolò Machiavelli í ... hvaða borg?
  4. Hvað heitir langfrægasta bókin sem hann skrifaði?
  5. Þann 3. maí 1481 lést Tyrkjasoldáninn Mehemt sigurvegari. Við hvaða sigur – tæpum 30 árum fyrr – var hann kenndur?
  6. Þann 3. maí 1715 varð sólmyrkvi í Norður-Evrópu eins og stjarnvísindamaður einn hafði spáð fyrir um. Við hann er kennt annað fyrirbæri á stjörnuhimninum sem birtist enn sjaldnar en sólmyrkri eða á tæplega 80 ára fresti. Hvað hét karlinn?
  7. Fótboltakarl sem heldur í dag upp á 59 ára afmæli sitt skoraði mark í mjög óvæntum sigri lands síns á EM 1992. Hvaða lands?
  8. Þann 3. maí 1791 var fyrsta nútímalega stjórnarskráin í Evrópu tekin í notkun í ríki sem hvarf svo af landakortinu fáum árum síðar. Hvaða land var það?
  9. Á þessum degi 1937 fékk Margaret Mitchell Pulitzer-verðlaun fyrir gríðarlega vinsæla skáldsögu sem heitir ... hvað?
  10. Hvaða stjörnumerki dýrahringsins er í gangi í dag?
  11. Þann 3. maí 1802 var nafnið á nýrri borg skráð en hún varð svo höfuðborg í nýju ríki er brátt varð mjög víðlent. Hver var borgin?
  12. Á þessum degi 1921 skiptu Bretar tilteknu yfirráðasvæði í norður- og suðurhluta en sú skipting varð tilefni togstreitu, átaka og manndrápa þar til fyrir örfáum áratugum. Hvaða svæði var þetta?
  13. Á þessum degi árið 2007 hvarf manneskja sem síðan hefur verið ákaft leitað, þó lítil von sé talin til að hún finnist á lífi. Hvað heitir manneskjan?
  14. Á þessum degi 1997 kom út í USA lagið Hypnotize með rappara sem átti þá aðeins tæpar vikur eftir ólifaðar. Hann kallaði sig The Notorious ... hvað?
  15. Á þessum degi fyrir ári drap byssumaður níu nemendur og öryggisvörð í evrópskri höfuðborg þar sem slíkar árásir voru algjör nýlunda. Hvaða höfuðborg?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Bing Crosby söngvari. Á þeirri seinni er Golda Meir.

Svör við almennum spurningum:
1.  Járnfrúin.  —  2.  Efnafræðingur.  —  3. Flórens.  —  4.  Furstinn.  —  5.  Tyrkir náðu Konstantínópel.  —  6.  Halley.  —  7.  Danmörk.  —  8. Pólland.  —  9.  Gone With the Wind.  —  10.  Nautið.  —  11.  Washington.  —  12.  Írland.  —  13.  Madeleine (McCann).  —  14.  B.I.G.  —  15.  Belgrad.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár