Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur aldrei mælst með minna fylgi

Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst jafn lít­ill og nú. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur tap­að mestu fylgi allra flokka það sem af er kjör­tíma­bili og mun­ur­inn á Mið­flokki og Sjálf­stæð­is­flokki hef­ur aldrei ver­ið minni. Sam­fylk­ing­in er áfram sem áð­ur lang­stærsti flokk­ur lands­ins sam­kvæmt könn­un­um.

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur aldrei mælst með minna fylgi
Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Bjarna Benediktssonar tók við völdum fyrr í þessum mánuði. Breytingarnar á stjórninni hafa ekki skilað flokkunum neinum meðbyr. Mynd: Golli

Vinstri græn mælast nú með 4,4 prósent fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup sem greint var frá á RÚV í kvöld. Það er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni mælst með í könnunum fyrirtækisins og myndi ekki duga til að ná inn þingmanni ef kosið yrði í dag. Frá því að Gallup mældi síðast fylgi flokka hefur Katrín Jakobsdóttir, sem verið hafði formaður flokksins frá 2013, sagt af sér því embætti og hætt sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar fór fylgi Vinstri grænna niður um 1,2 prósentustig.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist líka með sitt lægsta fylgi frá upphafi, eða 18,0 prósent. Flokkurinn, sem hefur lengst af verið stærsti flokkur íslenskra stjórnmála, hefur nú mælst með um og yfir 18 prósent fylgi fjóra mánuði í röð og ekki mælst með mest fylgi allra flokka síðan i desember 2022. 

Framsóknarflokkurinn hefur tapað mestu fylgi allra stjórnarflokkanna á kjörtímabilinu, alls 8,5 prósentustigum, og mælist nú með 8,8 prósent fylgi. Hann hefur ekki mælst með tveggja stafa fylgi í næstum eitt ár og hefur verið með minna fylgi en Miðflokkurinn, sem fyrrverandi formaður Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stofnaði eftir að hafa tapað formannsslag gegn Sigurði Inga Jóhannssyni, síðan í júlí í fyrra. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna þriggja er nú 31,2 prósent sem er við það minnsta sem þeir hafa nokkru sinni mælst með frá því að þeir tóku við völdum á Íslandi síðla árs 2017. 

Stuðningur við ríkisstjórnina er nú kominn niður í 30 prósent og lækkar um þrjú prósentustig milli mánaða. Það er minnsti stuðningur sem mælst hefur við ríkisstjórn síðan í maí 2012, fyrir næstum tólf árum síðan. Stuðningurinn er minni en við síðustu þrjár ríkisstjórnir á undan þessari þegar þær fóru frá völdum. 

Miðflokkurinn færist nær Sjálfstæðisflokki

Miðflokkurinn er nokkuð stöðugur í könnunum Gallup um þessar mundir og mælist með 12,8 prósent fylgi. Það skilar honum í þriðja sæti eftir stærstu flokka landsins, með 5,2 prósentustigum minna fylgi en sá næst stærsti, Sjálfstæðisflokkurinn. Munurinn á milli þessara tveggja hægri flokka hefur aldrei verið minni.

Samfylkingin mælist áfram sem áður langstærsti flokkurinn samkvæmt könnun Gallup með 29,7 prósent fylgi. Flokkur Kristrúnar Frostadóttur hefur mælst með mest fylgi allra frá upphafi síðasta árs og mældist síðast með undir 28 prósent fylgi fyrir ári síðan. Miðað við stöðu mála myndi fylgi Samfylkingarinnar næstum þrefaldast frá síðustu kosningum. Sá flokkur og Miðflokkurinn eru einu flokkarnir á þingi sem hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabili. 

Flokkur fólksins hefur líka verið að hressast á þessu ári eftir að hafa verið að mælast tæpur á að ná manni inn framan af kjörtímabilinu. Alls segjast 7,2 prósent kjósenda að þeir styðji flokk Ingu Sæland um þessar mundir. Píratar, með 8,2 prósent fylgi, og Viðreisn, með 7,5 prósent, eru nokkuð stöðugt að mælast í kringum kjörfylgi sitt í síðustu kosningum. Sósíalistaflokkur Íslands er nokkuð langt frá því að mælast með kjördæmakjörinn þingmann inni með 3,4 prósent fylgi.

Könnunin var framkvæmd dagana 3.–28. apríl 2024. Heildarúrtaksstærð var 9.925 og þátttökuhlutfall 48,1 prósent. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr viðhorfahópi Gallup.

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár