Landskjörstjórn hefur úrskurðað að ellefu af þeim þrettán framboðum sem henni bárust á föstudag séu gild. Framboð tveggja – Kára Vilmundarsonar Hansen og Viktors Traustasonar – voru úrskurðuð ógild.
Þeir frambjóðendur sem eru í framboði til forseta eru:
- Arnar Þór Jónsson
- Ásdís Rán Gunnarsdóttir
- Ástþór Magnússon Wium
- Baldur Þórhallsson
- Eiríkur Ingi Jóhannsson
- Halla Hrund Logadóttir
- Halla Tómasdóttir
- Helga Þórisdóttir
- Jón Gnarr
- Katrín Jakobsdóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Sem fyrr segir höfðu þrettán skilað inn framboðum á föstudaginn var. Landskjörstjórn mat það svo að ellefu þeirra gætu talist gild.
Vísir.is hefur eftir Kristínu Edwald, formanni landskjörstjórnar, að annað ógilda framboðið hefði ekki uppfyllt skilyrði laga um meðmælendalista – heimilisföng og kennitölur meðmælenda hafi skort og verulega vantað upp á fjölda meðmælenda. Hitt framboðið hefði svo aðeins skilað inn níu undirskriftum.
Athugasemdir