Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Lítur á sig sem listamann frekar en pólitíkus

Jón Gn­arr lít­ur á sjálf­an sig sem sjálf­stætt starf­andi lista­mann, ekki póli­tík­us. En með fram­boði Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er kosn­inga­bar­átt­an orð­in póli­tísk. Gagn­rýni Jóns á Katrínu er hug­mynda­fræði­leg, ekki per­sónu­leg, að sögn Jóns. „Mér lík­ar mjög vel við Katrínu.“

Framboð Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, gerir baráttuna um Bessastaði pólitíska að mati Jóns Gnarr forsetaframbjóðanda. Í þjóðmálaþættinum Pressu á föstudag þar sem frambjóðendurnir fjórir sem mælst hafa með mest fylgi í könnunum mættust í fyrsta sinn var Jón meðal annars spurður út í gagnrýni hans á Katrínu. Jón sagði framboð hennar „steikt og absúrd“ í viðtali í hlaðvarpinu Ein pæling og í viðtali við Heimildina fyrr í þessum mánuði sagði hann framboð Katrínar lýðræðislega umhugsunarvert en kannski líka „algjörlega brilljant“. 

„Ég var bara spurður beint. Hvað finnst þér um það að hún er að bjóða sig fram? Ég sagði mér finnst það skrýtið, mér fannst það skrýtið og mér finnst það smá skrýtið. Ég bara svaraði því einlægt og heiðarlega,“ sagði Jón.  

Með framboði Katrínar var kosningabaráttan mun pólitískari að mati Jóns. „Þetta er orðið svo pólitískt. Fyrst býður Baldur sig fram og hann er prófessor í stjórnmálafræði og hann er mjög pólitískur í sinni tilkynningu. Það eru alls konar pólitískar áherslur sem hann er að kynna þarna. Ég bara, já ókei. Síðan, ég meina, Katrín er bara einn okkar virtasti atvinnupólitíkus. Þegar hún tilkynnir framboð þá átta ég mig á því að þetta er orðið töluvert pólitískara mál heldur en ég hafði…“

 „Það er enginn að neyða þig til að vera hérna“

Helgi Seljan, annar þáttastjórnandi Pressu, greip þá inn í og spurði Jón hvort hann væri ekki í sama flokki og Baldur Þórhallsson var varaþingmaður fyrir á sínum tíma? Jón sagði að það væri langt síðan hann hefði haft afskipti af pólitík. Helgi spurði hvort hann væri ekki enn í Samfylkingunni, en Jón gekk í Samfylkinguna fyrir Alþingiskosningarnar 2017 en tók ekki sæti á lista flokksins.   

Þá var komið að Jóni að grípa fram í. „Abbabbabba. Hérna, sko, síðan erum við hérna, þið eruð með mjög pólitískar og beinskeyttar spurningar. Ekkert talað hér um heyskap eða sjómennsku.“

Helgi benti þá að það hefði verið til umræðu fyrr í þættinum og spurði svo:  „Eigum við að tala um eitthvað annað?“ Þá hló Jón. „Það er enginn að neyða þig til að vera hérna,“ sagði Helgi. 

„Nei, en þið voruð að spyrja mig um gagnrýni mína á Katrínu. Gagnrýni mín á Katrínu var í rauninni hugmyndafræðileg, hún er ekki persónuleg gagnvart henni. Mér líkar mjög vel við Katrínu. Með komu hennar inn í þessa kosningabaráttu verður þetta miklu miklu pólitískara,“ svaraði Jón.  

„En þú lítur ekki á sjálfan þig sem pólitíkus?“ spurði Aðalsteinn Kjartansson, annar þáttastjórnanda. 

„Ég lít ekki á mig sem pólitíkus. Ég starfa ekki sem pólitíkus, ég er sjálfstætt starfandi listamaður á Íslandi,“ sagði Jón.

„Þú ert ekki hljómsveit, þú ert fjöllistamaður,“ sagði Helgi.

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár